Arion
Arion

Íþróttir

Keflavík tapaði fyrir nýliðum Ármanns á heimavelli
Daníel Guðni er þjálfari Keflavíkur. Þetta er annað tap Keflavíkur í röð.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 22. janúar 2026 kl. 23:27

Keflavík tapaði fyrir nýliðum Ármanns á heimavelli

Keflvíkingar töpuðu fyrir nýliðum Ármanns á heimavelli í 15. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta. Nokkuð óvæntar lokatölur 93-102. Keflavík er í 5. sæti deildarinnar með 16 stig.

Gestirnir úr Ármanni byrjuðu af miklum krafti og komu Keflvíkingum í opna skjöldu með góðum leik. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 19-28 fyrir nýliðana. Þeir gerðu sér lítið fyrir og bættu í forskotið í öðrum leikhluta og voru því tólf stigum undir í leikhlé.

Heimamenn réttu aðeins úr kútnum í þriðja leikhluta en náðu ekki að gera nóg í síðari hálfleik og töpuðu. Ármenningar voru í næst neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Mirza Bulic var bestur heimamanna og skoraði 26 stig og tók 10 fráköst. Halldór Garðar Hermannsson var næstur með 13 stig. Skotmaskínan Remy Martin skoraði ekki nema 7 stig þó hann væri inná helming leiksins. Það er greinilegt að hann á eftir að finna fjölina á ný.

Keflavík-Ármann 93-102 (19-28, 24-27, 28-24, 22-23)

Keflavík: Mirza Bulic 26/10 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 13, Jaka Brodnik 12/4 fráköst, Ólafur Björn Gunnlaugsson 10/6 fráköst, Craig Edward Moller 10/8 fráköst, Hilmar Pétursson 8/5 fráköst, Egor Koulechov 7/4 fráköst, Remy Martin 7/6 stoðsendingar, Nikola Orelj 0, Jakob Máni Magnússon 0, Frosti Sigurðarson 0, Eyþór Lár Bárðarson 0.

Ármann: Daniel Love 27/5 stoðsendingar, Bragi Guðmundsson 23/8 fráköst, Arnaldur Grímsson 18, Marek Dolezaj 14/8 fráköst, Brandon Averette 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Zarko Jukic 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Alfonso Birgir Gomez Söruson 0, Valur Kári Eiðsson 0, Kári Kaldal 0, Jakob Leifur Kristbjarnarson 0, Cedrick Taylor Bowen 0.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Jakob Árni Ísleifsson, Stefán Kristinsson

Áhorfendur: 321