Keflavíkurkonur frá góðan liðsstyrk frá Frakklandi
Kvennalið Keflavíkur í Bónus deildinni í körfubolta hefur samið við franska miðherjann Angélina Turmel.
Angélina sem er 29 ára og 197 cm. kemur með mikla reynslu úr sterkum deildum í Frakklandi, Tékklandi, Ítalíu og Þýskalandi.
Hún hefur leikið með liðum á borð við UF Angers, Slavia Prague, Sanga Milano og síðast með Rutronik Stars Keltern þar sem hún varð bæði þýskur meistari 2025 og vann silfur í þýska bikarnum.
Ekki er vitað hvort hún verði í leikmannahópnum gegn Njarðvík en nágrannaslagur verður í Icemar höllinni í Njarðvík annað kvöld, 21. janúar kl. 19.15.






