Fréttir

Saman í samfélagi - þátttaka á jafningjagrunni
Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðukona MSS afhenti Hólmfríði Jennýjar Árnadóttur, sviðstjóra Fjölskyldusviðs styrkinn.
Mánudagur 19. janúar 2026 kl. 17:14

Saman í samfélagi - þátttaka á jafningjagrunni

Nýverið tók Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs við styrk fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga fyrir verkefni sem ber heitið: Saman í samfélagi - þátttaka á jafningjagrunni. Það ríkir mikil ánægja með þessa veglegu upphæð sem mun nýtast vel til að sinna inngildingu í fjölmenningarsamfélagi.

Helstu markmið verkefnisins eru:

Að efla virka þátttöku innflytjenda í félagsstarfi, frístundum og félagasamtökum í Vogum.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Að skapa jafningjavettvang þar sem íslenskir og erlendir íbúar vinna saman að heilsueflandi verkefnum, t.d. hreyfingu, menningu, náttúrutengdum viðburðum og fræðslu.

Að stuðla að auknu heilsulæsi, virkni og forvörnum meðal allra íbúa, í anda stefnu um Heilsueflandi samfélag.

Að þróa sjálfbært módel sem sveitarfélög og samtök annars staðar á landinu geta nýtt við inngildingu og samfélagsþróun.

Gildi verkefnisins byggja á fjórum stoðum:

Virðing: Allir íbúar eiga rödd og virðingu óháð uppruna eða tungumáli.

Samvinna: Þátttaka á jafningjagrunni byggir á trausti og samábyrgð.

Heilsa og vellíðan: Líkamleg, félagsleg og andleg heilsa eru samofin.

Inngilding: Samfélag styrkist þegar fjölbreytileiki fær að blómstra. Verkefnið er þannig brú milli heilsueflingar, menningarlegrar fjölbreytni og samfélagslegrar samstöðu, þar sem öll fá að vera þátttakendur, ekki aðeins gestir.