Hér eru allir íþróttaverðlaunahafar Reykjanesbæjar 2025
Sundfólkið Guðmundur Leo Rafnsson og Eva Margrét Falsdóttir úr ÍRB eru íþróttafólk Reykjanesbæjar 2025 en kjörið var tilkynnt í fjölmennu hófi sem haldið var í Stapa í Hljómahöll á þriðjudagskvöld.
Guðmundur Leo
Guðmundur Leo hefur verið fastamaður í landsliði SSÍ og hefur átt mjög annríkt í landsliðsverkefnum þetta árið. Hann hefur verið duglegur að endurskrifa metabækur UMFN/ÍRB í fullorðinsflokki í ýmsum sundum og núna er hann einnig að nálgast Íslandsmetin í 100 m og 200 m baksundi og skriðsundi. Tímabilið í ár hefur verið mjög langt hjá Guðmundi því hann hefur æft og keppt nánast samfellt frá því í júlí 2024 með eingöngu örfáum frídögum því HM 50 kláraðist í byrjun ágúst og síðan hófst undirbúningur fyrir EM 25 í desember.
Keppnisverkefnin hafa verið mjög þétt á þessu tímabili. Smáþjóðaleikar í lok maí, EM 23 í lok júní, HM 50 í lok júlí, World Cup í lok október, Íslandsmótið í byrjun nóvember og svo endaði hann árið á EM 25 í Póllandi í desember. Þar náði hann bestum árangri í sinni bestu grein, 200 m baksundi, þar sem hann hafnaði í 25. sæti.
Guðmundur Leo vann til sjö Íslandsmeistaratitla á árinu og einnig kom hann hlaðinn verðlaunum frá Smáþjóðaleikunum í Andorra eða með alls þrenn gullverðlaun, eitt silfur og tvenn bronsverðlaun. Guðmundur Leo vann sinn fyrsta Íslandsmeistarartitil í eintaklingsgrein árið 2022 og síðan þá hefur hann unnið 20 Íslandsmeistaratitla í einstaklingrein. Guðmundur Leo er í Afrekslandsliði SSÍ, hann er afar metnaðarfullur og duglegur einstaklingur og frábær fyrirmynd í alla staði.
Eva Margrét
Eva Margrét hefur verið fastamaður í landsliði SSÍ og hefur átt mjög annríkt í landsliðsverkefnum þetta árið. Hún hefur verið dugleg að endurskrifa metabækur Keflavíkur/ÍRB í fullorðinsflokki, nánast í öllum sundaðferðum því hún er mjög fjölhæf, enda er hennar aðalgrein fjórsund.
Keppnisverkefnin hafa verið mjög þétt hjá Evu á þessu tímabili. Smáþjóðaleikar í lok maí, EM23 í lok júní, Íslandsmótið í byrjun nóvember og svo endaði hún árið á Norðurlandamótinu núna í lok nóvember. Þar náði hún bestum árangri í 400 m fjórsundi þar sem hún vann silfurverðlaun og 200 m fjósundi þar sem hún vann bronsverðlaun.
Eva Margrét vann til sex Íslandsmeistaratitla á árinu og einnig kom hún hlaðin verðlaunum frá Smáþjóðaleikunum í Andorra eða með alls tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Eva Margrét vann sinn fyrsta Íslandsmeistarartitil í eintaklingsgrein árið 2019 og síðan þá hefur hún unnið 44 Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgrein og fróðlegt væri að vita hvort hægt sé að finna einstakling í sögu félagsins sem hefur unnið jafn marga titla. Eva Margrét er í Afrekslandsliði SSÍ, hún er afar metnaðarfullur og duglegur einstaklingur og frábær fyrirmynd í alla staði.
Heimsmeistarar heiðraðir
Þau Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur og Elsa Pálsdóttir úr Massa fengu afhenta viðurkenningu frá Reykjanesbæ fyrir heimsmeistaratitla sem þau unnu til á árinu 2025
Jóhannes Frank Jóhannesson
Á árinu varð Jói Íslandsmeistari í greininni og náði jafnframt einstökum árangri á alþjóðavettvangi. Á heimsmeistaramóti Benchrest-riffilgreina í Wright City, Missouri í september 2025 vann hann gull í sinni aðalgrein, 100 + 200 metra grúppu, auk þess sem hann hlaut silfur í Light Varmint 200 m, brons í Light Varmint 100 m og silfur í „2 Gun“. Alls fjórar medalíur á einu heimsmeistaramóti þar sem yfir 80 af bestu skyttum heims kepptu.
Fyrr á árinu varð Jói einnig tvöfaldur Evrópumeistari í 100 og 200 metra greinum á Evrópumóti í Frakklandi, þar sem yfir 70 keppendur frá 11 löndum tóku þátt. Allur þessi árangur náðist á einu ári og undirstrikar að hér er um afrek á heimsmælikvarða að ræða.
Elsa Pálsdóttir
Árið 2025 var enn eitt afrekaárið hjá Elsu Pálsdóttur. Hún varð Evrópumeistari í kraftlyftingum með búnaði á EM í Pilsen, Tékklandi þar sem hún var stigahæst allra kvenna og setti heimsmet í réttstöðulyftu. Hún tryggði sér svo heimsmeistaratitil í fimmta sinn í röð í -76 kg M3-flokki og bætti enn frekar í afrekaskrá sína síðar á árinu með nýjum heims- og Íslandsmetum, þar á meðal í hnébeygju og samanlögðum árangri.
Árangur Elsu árið 2025 staðfestir stöðu hennar sem ein fremsta kraftlyftingakona heims í sínum aldursflokki.
Íþróttafólk Reykjanesbæjar:
Akstursíþróttakona Reykjanesbæjar
Vigdís Pála Þórólfsdóttir
Akstursíþróttamaður Reykjanesbæjar
Hilmar Pétursson
Blakíþróttakona Reykjanesbæjar
Dagfríður Ásta Rúnarsdóttir
Borðtenniskona Reykjanesbæjar
Emma Niznianska
Borðtennismaður Reykjanesbæjar
Krystian May- Majewski
Fimleikakona Reykjanesbæjar
Andrea Ósk Arnarsdóttir
Hestaíþróttakona Reykjanesbæjar
Jóhanna Margrét Snorradóttir
Hnefaleikakona Reykjanesbæjar
Mariam Badaway
Hnefaleikamaður Reykjanesbæjar
Bjarni Ottósson
Íþróttakona fatlaðra Nes Reykjanesbæjar
Berglind Daníelsdóttir
Íþróttamaður fatlaðra Nes Reykjanesbæjar
Jósef William Daníelsson
Júdókona Reykjanesbæjar
Ísold Arnedóttir
Júdómaður Reykjanesbæjar
Ari Einarsson
Karlkylfingur Reykjanesbæjar
Logi Sigurðsson
Kvenkylfingur Reykjanesbæjar
Fjóla Margrét Viðarsdóttir
Knattspyrnukona Reykjanesbæjar
Salóme Kristín Róbertsdóttir
Knattspyrnumaður Reykjanesbæjar
Oumar Diouck
Kraftlyftingakona Reykjanesbæjar
Elsa Pálsdóttir
Kraftlyftingamaður Reykjanesbæjar
Hörður Birkisson
Körfuknattleikskona Reykjanesbæjar
Sara Rún Hinriksdóttir
Körfuknattleiksmaður Reykjanesbæjar
Veigar Páll Alexandersson
Lyftingakona Reykjanesbæjar
Dísa Edwards
Skotíþróttakona Reykjanesbæjar
Paula Gunnlaugsson Fric
Skotmaður Reykjanesbæjar
Jóhannes Frank Jóhannesson
Sundkona Reykjanesbæjar
Eva Margrét Falsdóttir
Sundmaður Reykjanesbæjar
Guðmundur Leó Rafnsson
Taekwondokona Reykjanesbæjar
Heiða Dís Helgadóttir
Taekwondomaður Reykjanesbæjar
Amir Maron Ninir
Þríþrautakona Reykjanesbæjar
Gunnhildur Gunnarsdóttir
Þríþrautarmaður Reykjanesbæjar
Vladyslav Penkovyi
Vélíþróttamaður Reykjanesbæjar
Tristan Berg Arason
Íþróttamaður Reykjanesbæjar
Guðmundur Leó Rafnsson
Íþróttakona Reykjanesbæjar
Eva Margrét Falsdóttir
Íþróttafólk Njarðvíkur 2025
Þríþrautakona UMFN 2025
Gunnhildur Gunnarsdóttir
Þríþrautamaður UMFN 2025
Vladyslav Penkovyi
Knattspyrnumaður UMFN 2025
Oumar Diouck
Knattspyrnukona UMFN 2025
Tinna Hrönn Einarsdóttir
Körfuknattleikskona UMFN 2025
Hulda María Agnarsdóttir
Körfuknattleiksmaður UMFN 2025
Veigar Páll Alexandersson
Kraftlyftingakona UMFN 2025
Elsa Pálsdóttir
Kraftlyftingamaður UMFN 2025
Hörður Birkisson
Lyftingakona UMFN 2025
Dísa Edwards
Sundkona UMFN 2025
Ástrós Lovísa Hauksdóttir
Sundmaður UMFN 2025
Guðmundur Leo Rafnsson
Íþróttamaður UMFN 2025
Guðmundur Leo Rafnsson
Íþróttakona UMFN 2025
Hulda María Agnarsdóttir

Íþróttafólk Keflavíkur 2025
Blakíþróttakona Keflavíkur 2025
Dagfríður Ásta Rúnarsdóttir
Fimleikakona Keflavíkur 2025
Andrea Ósk Arnarsdóttir
Knattspyrnukona Keflavíkur 2025
Salóme Kristín Róbertsdóttir
Knattspyrnumaður Keflavíkur 2025
Kári Sigfússon
Körfuknattleikskona Keflavíkur 2025
Sara Rún Hinriksdóttir
Körfuknattleiksmaður Keflavíkur 2025
Jaka Brodnik
Skotmaður Keflavíkur 2025
Jóhannes Frank Jóhannesson
Skotkona Keflavíkur 2025
Paula Gunnlaugsson Fric
Sundkona Keflavíkur 2025
Eva Margrét Falsdóttir
Sundmaður Keflavíkur 2025
Daði Rafn Falsson
Taekwondokona Keflavíkur 2025
Heiða Dís Helgadóttir
Taekwondomaður Keflavíkur 2025
Amir Maron Ninir
Íþróttakona Keflavíkur 2025
Eva Margrét Falsdóttir
Íþróttamaður Keflavíkur 2025
Jóhannes Frank Jóhannesson
Íslandsmeistarar 2025
2. flokkur í hópfimleikum, Keflavík - Fimleikar, 10 Íslandsmeistarar
Minnibolti 11 ára stúlkna, UMFN – karfa, 15 Íslandsmeistarar
5. flokkur karla, UMFN fótbolti, 15 Íslandsmeistarar
Sveit Golfklúbbs Suðurnesja 75 ára og eldri, Golfklúbbur Suðurnesja, 6 Íslandsmeistarar
Njarðvík kvenna bikarmeistarar, UMFN- karfa, 15 Bikarmeistarar
Helgi Hólm, Keflavík, Hástökk!
Jóhannes Frank Jóhannesson, Keflavík – skotdeild
Bjarni Sigurðsson, Keflavík – skotdeild
Natalia Steinunn Clausen, Keflavík – Taekwondo
Rafael Del Rosario, Keflavík – Taekwondo
Torfi Fric Jóhannesson, Keflavík – Taekwondo
Ragnar Zihan Liu, Keflavík – Taekwondo
Jakub Aron Gruca, Keflavík – Taekwondo
Viktor Atli Hrafnkelsson, Keflavík – Taekwondo
Daníel Arnar Ragnarsson, Keflavík – Taekwondo
Kristrún Erla Sigurðardóttir, Keflavík – Taekwondo
Fjóla Sif Farestveit, Keflavík – Taekwondo
Elvar Atli Lárusson, Keflavík – Taekwondo
Viktor Berg Stefánsson, Keflavík – Taekwondo
Þorsteinn Helgi Atlason, Keflavík – Taekwondo
Jón Ágúst Jónsson, Keflavík – Taekwondo
Marko Orelj, Keflavík – Taekwondo
Oliwia Waszkiewicz, Keflavík – Taekwondo
Magnus Máni Guðmundsson, Keflavík – Taekwondo
Mikael Snær Pétursson, Keflavík – Taekwondo
Aníta Rán Hertervig, Keflavík – Taekwondo
Amir Maron Ninir, Keflavík – Taekwondo
Eva Margrét Falsdóttir, Keflavík – sund
Daði Rafn Falsson, Keflavík – sund
Margrét Anna Lapas, Keflavík – sund
Már Gunnarsson, Keflavík – sund
Nikolai Leo Jónsson, Keflavík – sund
Julian Jarnutowski, Keflavík – sund
Dea Nikolla, Keflavík – sund
Kristinn Freyr Guðmundsson, Keflavík – sund
Árni Þór Pálmason, Keflavík – sund
Franciszek Adam Czachorowski, Keflavík – sund
Svana Rún Imsland, Keflavík – sund
Elva Ósk Cramer, Keflavík – sund
Maria Zahra, Keflavík – sund
Piotr Gruszka, Keflavík – sund
Julian Þór Maniak, Keflavík – sund
Guðmundur Leo Rafnsson, UMFN -sund
Denas Kazulis, UMFN – sund
Adriana Agnes Derti, UMFN -sund
Fannar Snævar Hauksson, UMFN -sund
Börkur Þórðarson, UMFN -3N
Trausti Traustason, UMFN – Massi
Davíð Þór Penalver, UMFN – Massi
Máney Dögg Björgvinsdóttir, UMFN - Massi
Svanur Bergvins Guðmundsson, UMFN – Massi
Ásta Margrét Heimisdóttir, UMFN – Massi
Benedikt Björnsson, UMFN – Massi
Þóra Kristín Hjaltadóttir, UMFN – Massi
Elsa Pálsdóttir, UMFN – Massi
Hörður Birkisson, UMFN – Massi
Jens Elís Kristinsson, UMFN – Massi
Hilmar Pétursson, AIFS
Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Golfklúbbur Suðurnesja
Tristan Berg Arason, Vélíþróttafélag Reykjaness
Ástvaldur Ragnar Bjarnason, Nes
Lena Kristín Hermannsdóttir, Nes
Arnar Einarsson, Júdófélag Reykjanesbæjar
Oliwier Szmygiel, Júdófélag Reykjanesbæjar/ UMFG
Ísold Arnedóttir, Júdófélag Reykjanesbæjar/ UMFG








