Krabbamfél Suð
Krabbamfél Suð

Fréttir

Sverrir Bergmann stígur til hliðar úr bæjarpólitíkinni
Þriðjudagur 20. janúar 2026 kl. 21:44

Sverrir Bergmann stígur til hliðar úr bæjarpólitíkinni

Sverrir Bergmann Magnússon, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, hefur ákveðið að stíga til hliðar í bæjarpólitíkinni í Reykjanesbæ. Hann hefur verið ráðinn til starfa hjá Kadeco. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sverri nú í kvöld. Tilkynninguna má lesa hér að neðan:

Kæru vinir,

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Ég hef ráðið mig til starfa hjá Kadeco og mun hefja störf þar í febrúar í stöðu samfélags- og sjálfbærnisstjóra. Í starfinu mun ég bera ábyrgð á samfélagstengslum, sjálfbærnistefnu og samþættingu þróunarverkefna Kadeco við nærumhverfi, hagsmunaaðila og íbúa.

Þar sem Kadeco starfar á svæði tveggja sveitarfélaga, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar, mun ég stíga til hliðar úr sveitarstjórn til að gæta jafnræðis. Af þeim sökum mun ég ekki bjóða mig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum og læt af störfum í sveitarstjórn núna í febrúar.

Þótt þessum kafla sé að ljúka, þá mun ég áfram hafa hag samfélagsins á Suðurnesjum að leiðarljósi. Ég mun halda áfram sem varaþingmaður í Suðurkjördæmi og hlakka til að leggja mitt af mörkum á nýjum vettvangi og í nýju hlutverki.

Ég er innilega þakklátur fyrir lærdómsríkan, krefjandi og skemmtilegan tíma í sveitarstjórn og fyrir allt samstarfið, samtölin og stuðninginn. Ég hlakka til áframhaldandi samskipta á öðrum vettvangi.

Krabbamfél Suð
Krabbamfél Suð