Erfið vika hjá Suðurnesjaliðunum
Suðurnesjaliðin í körfu karla riðu ekki feitum hesti í fimmtándu umferð Bónus deildarinnar. Grindavík tapaði í Vesturbænum og Tindastóll lenti ekki í miklum vandræðum með Njarðvíkinga á Sauðárkróki. Keflavík tapaði fyrir næst neðsta liði deildarinnar í fyrrakvöld.
Grindvíkingar, efsta lið deildarinnar og hafði aðeins tapað einum leik, sáu ekki til sólar í Vesturbænum gegn KR-ingum sem völtuðu yfir Suðurnesjaliðið í fyrstu tveimur leihlutunum og leiddu með 23 stigum í hálfleik, 53-30.
Munurinn hélt áfram að aukast í þriðja leikhluta og var orðinn 30 stig. Grindvíkingar réttu aðeins úr kútnum í loka leikhlutanum en það dugði skammt og uppskeran stórt tap 93-71.
KR-Grindavík 93-71 (26-17, 27-13, 28-21, 12-20)
KR: Linards Jaunzems 21/7 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 17/5 fráköst/13 stoðsendingar, Toms Elvis Leimanis 13/4 fráköst, Friðrik Anton Jónsson 11/7 fráköst, Kenneth Jamar Doucet JR 10/9 fráköst, Orri Hilmarsson 6, Veigar Áki Hlynsson 6, Þorvaldur Orri Árnason 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson 2, Lars Erik Bragason 2, Benóní Stefan Andrason 0, Hallgrímur Árni Þrastarson 0.
Grindavík: Daniel Mortensen 18/11 fráköst, Jordan Semple 18/10 fráköst, Khalil Shabazz 15/6 fráköst, Arnór Tristan Helgason 11/6 fráköst, Isaiah Coddon 4, Ólafur Ólafsson 3, Unnsteinn Rúnar Kárason 2, Ragnar Örn Bragason 0/4 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 0, Valur Orri Valsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson
Áhorfendur: 523
Stórtap á Króknum
Það var svipað uppi á teningnum hjá Njarðvíkingum þegar þeir mættu á Krókinn. Heimamenn mættu með látum og unnu fyrsta leikhlutann 40-20 og bættu svo í þannig að staðan í leikhlé var 64-38. Munurinn jókst áfram og var kominn yfir þrjátíu stig þegar heimamenn slökkuðu aðeins á og Njarðvík minnkaði muninn án þessað ógna þessum mikla mun.
Tindastóll-Njarðvík 113-92 (40-20, 24-18, 28-22, 21-32)
Tindastóll: Ivan Gavrilovic 23/6 fráköst, Taiwo Hassan Badmus 23/13 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 20, Dedrick Deon Basile 20/6 stoðsendingar, Davis Geks 12, Júlíus Orri Ágústsson 6/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 3/7 stoðsendingar, Adomas Drungilas 3/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Ágústsson 2, Sæþór Pétur Hjaltason 1, Viðar Ágústsson 0, Víðir Elís Arnarsson 0.
Njarðvík: Dwayne Lautier-Ogunleye 21/8 stoðsendingar, Luwane Pipkins 21, Sven Smajlagic 17/9 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 13, Veigar Páll Alexandersson 7/7 fráköst/5 stoðsendingar, Dominykas Milka 6/5 fráköst, Sigurður Magnússon 5, Bóas Orri Unnarsson 2, Guðmundur Aron Jóhannesson 0, Kristófer Mikael Hearn 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0.
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Sófus Máni Bender
Áhorfendur: 400
Staðan:
1 Grindavík 15 13 2 1404 - 1324 26
2 Tindastóll 14 11 3 1450 - 1248 22
3 Stjarnan 15 10 5 1543 - 1423 20
4 Valur 15 10 5 1375 - 1351 20
5 Keflavík 14 8 6 1312 - 1283 16
6 KR 15 8 7 1487 - 1434 16
7 Álftanes 15 7 8 1367 - 1326 14
8 ÍR 15 6 9 1353 - 1399 12
9 Njarðvík 15 5 10 1432 - 1453 10
10 Ármann 15 4 11 1319 - 1511 8
11 Þór Þ. 15 4 11 1363 - 1468 8
12 ÍA 15 3 12 1295 - 1480 6








