Pizzan- skipta í hinn 28. jan
Pizzan- skipta í hinn 28. jan

Íþróttir

Viktor Berg í sérflokki á Norðurlandamótinu
Mánudagur 26. janúar 2026 kl. 09:45

Viktor Berg í sérflokki á Norðurlandamótinu

Keflvíkingar stóðu sig mjög vel á Norðurlandamótinu í taekwondo en það var haldið í Skanderborg Danmörku. Keppendur voru tæplega 600 keppendur á mótinu frá öllum Norðurlöndunum.

Taekwondo deild Keflavíkur sendi 10 keppendur á mótið og árangurinn var eftirfarandi:

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Viktor Berg Stefánsson fékk gull í -37 kg flokki drengja 12-14 ára og varð því Norðurlandameistari. Hann vann þrjá bardaga og var í sérflokki á þessu móti.

Oliwia Waszkiewicz fékk silfur í -63 kg stúlkna 15-17 ára.

Amir Maron Ninir fékk silfur í -80 kg flokki karla 18+.

Þorsteinn Helgi Atlason fékk brons í -87 kg flokki karla 18+.

Ragnar Zihan Liu fékk brons í -63 kg flokki drengja 15-17 ára.

Íslenska liðið varð í 2. sæti í heildarliðakeppninu á mótinu. Keppendur frá Íslandi í bardaga voru frá Keflavík, Selfossi, Björk, Mudo og KR.

Unnar Sigurðsson
Unnar Sigurðsson