Viðreisn 2026
Viðreisn 2026

Fréttir

Íblöndun súlfíts í heita vatnið á Suðurnesjum
Mánudagur 26. janúar 2026 kl. 17:03

Íblöndun súlfíts í heita vatnið á Suðurnesjum

Á morgun, þriðjudaginn 27. janúar, mun HS Orka ráðast í nauðsynlegt viðhald og viðgerð á búnaði sínum á Fitjum í Reykjanesbæ. Á meðan á viðhaldinu stendur mun fyrirtækið tímabundið blanda natríumsúlfíti í heita vatnið. HS Orka afhendir HS Veitum heitt vatn á Fitjum til dreifingar til heimila og fyrirtækja í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum. 

Við aðgerðina eru líkur á að styrkur súrefnis í vatninu aukist og er tilgangur íblöndunarinnar að eyða súrefni út áður en vatni er dreift til notenda. Með þessari aðgerð er dregið úr líkum á að súrefni geti valdið tæringu í dreifikerfi hitaveitunnar og lagnakerfi húsa. Slík íblöndun er þekkt og rótgróin aðferð í hitaveitukerfum á Íslandi og hefur verið beitt í áratugi við sambærilegar aðstæður.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Í þeim styrk sem um ræðir er efnið skaðlaust og íblöndunin er eingöngu gerð til varnar lagnakerfum. Styrkur efnisins er vaktaður af HS Orku til að tryggja að hann sé innan viðmiðunarmarka og að tilgangi íblöndunarinnar sé náð. Við hana mun styrkur súlfíts í heita vatninu aukast örlítið og því er fólki, sem er viðkvæmt fyrir súlfíti í matvælum, ráðlagt að neyta ekki heita vatnsins enda er vatn úr hitaveitum ekki ætlað til eldunar eða drykkjar. 

Íblönduninni getur fylgt hveralykt, sambærileg þeirri sem er af heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu.

Íblöndunin mun standa yfir þar til rekstrarskilyrði kerfisins eru komin í eðlilegt horf á ný. Áætlaður verktími er um þrír sólarhringar. Um er að ræða aðferð sem búast má við að notuð verði í framtíðinni þegar aðstæður krefjast.

Unnar Sigurðsson
Unnar Sigurðsson