Unnar kynnti framboð sitt
Unnar Stefán Sigurðsson, sem sækist eftir 1. sæti í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, hélt opinn fund í Hljómahöll í vikunni. Fundarsókn var mjög góð og mætti fjöldi fólks úr ólíkum áttum til að hlýða á Unnar kynna sig, bakgrunn sinn og reynslu úr atvinnulífinu. Hann fór yfir helstu áherslur sínar í aðdraganda komandi kosninga.
Góð og jákvæð stemning var á fundinum og áttu sér stað líflegar, uppbyggilegar umræður um framtíðarsýn Reykjanesbæjar og mál sem brenna á kjósendum um þessar mundir. Fundurinn í Hljómahöll var þannig mikilvægur liður í að kynna framboð Unnars og skapa beint samtal við kjósendur í bænum, segir í frétt frá framboðinu.
Þess má geta að Unnar Stefán hefur opnað kosningarskrifstofu að Hafnargötu 91, sem verður opin öll kvöld í næstu viku og fram að kosningunum 31. janúar.
Hér má sjá nokkrar myndir frá hófinu.








