Arion
Arion

Fréttir

200 vörur á Prísverði í Krambúðunum
Föstudagur 23. janúar 2026 kl. 13:57

200 vörur á Prísverði í Krambúðunum

Krambúðin býður nú lægra verð á 200 vörum í öllum búðum. Valdar hafa verið 200 vörur sem skipta heimilin í landinu máli og þær nú boðnar á sama verði og í Prís.
„Krambúðirnar eru vítt og breitt um landið og því er gaman að geta boðið þetta lága verð svona víða,“ segir Svanur Valgeirsson, framkvæmdastjóri Krambúðanna, 10-11 og Prís.
„Prís hefur boðið lægsta verðið á landinu frá opnun og þess vegna geta viðskiptavinir okkar treyst því að þessar 200 vörur verði alltaf á lægsta fáanlega verðinu,“ segir Svanur.
Svanur segir aðspurður um hvaða vörur sé að ræða að það geti verið breytilegt frá viku til viku en að loforðið snúist um að vörurnar verði 200. Þetta eru ávextir og grænmeti,
mjólkurvörur, kjötvörur og fleira.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Unnar Sigurðsson
Unnar Sigurðsson