Lögreglan í hörðum árekstri í Innri Njarðvík
Uppfært:
Missti stjórn á lögreglubifreiðinni
Í dag kl. 13:02 varð árekstur tveggja ökutækja á Njarðvíkurvegi þar sem annað ökutækið var lögregluökutæki.
Ökumaður lögreglubifreiðarinnar missir stjórn á bifreiðinni og lendir framan á bifreið sem kom á móti. Bæði ökutæki eru óökufær og ökumenn og farþegi lögreglubifreiðarinnar hlutu minniháttar meiðsli.
Málið er á frumstigi og því engar frekari upplýsingar.
Fyrsta frétt af málinu:
Lögreglubifreið og fólksbifreið eru óökufærar eftir harðan árekstur á Njarðvíkurvegi nærri hringtorgi á Stapabraut eftir hádegið í dag.
Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað gerðist. Fjölmargir lögreglubílar voru á vettvangi, auk sjúkrabíls og tækjabifreiðar frá Brunavörnum Suðurnesja.
Fréttin verður uppfærð þegar upplýsingar fást um málsatvik.













