Japanir skoða þróunaráætlun á Keflavíkurflugvelli
Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, fékk góða heimsókn frá fulltrúum japanska flugvallarins Tokyo Narita Airport í vikunni. Japanski hópurinn hafði mikinn áhuga á að fræðast um K64 þróunaráætlunina í kringum Keflavíkurflugvöll. Þau hyggja á mikla stækkun á næstu árum og samhliða því að þróa svæðið í kringum flugvöllinn með fjölbreytta uppbyggingu í huga.
„Það var mjög ánægjulegt að kynna K64 verkefnið fyrir þeim og fá um leið að fræðast um þeirra áform til framtíðar,“ segir í færslu Kadeco á samfélagsmiðlum.








