Pizzan- skipta í hinn 28. jan
Pizzan- skipta í hinn 28. jan

Fréttir

Íbúi þungt haldinn og sjö hundar drápust
Mánudagur 26. janúar 2026 kl. 10:44

Íbúi þungt haldinn og sjö hundar drápust

Einn íbúi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild og er haldið sofandi eftir eldsvoða við Vatnsholt í Keflavík í gærkvöldi. Sjö hundar drápust í eldsvoðanum, einn lifði og einn er ófundinn.

Vettvangsrannsókn er í gangi hjá lögreglu sem nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Þegar fyrstu lögreglumenn komu á vettvang í gær mátti sjá mikinn eld koma frá íbúð á fyrstu hæð hússins. Fjölbýlishúsið er á tveimur hæðum með sex íbúðum.
 
Einn íbúi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild og er haldið sofandi.
 
Íbúar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum. Flestir íbúar gátu leitað skjóls hjá ættingjum en Rauði krossinn á Suðurnesjum aðstoðaði aðra með næturgistingu.

Unnar Sigurðsson
Unnar Sigurðsson