Viðreisn 2026
Viðreisn 2026

Fréttir

Fjör að færast í oddvitabaráttuna - vísindaferð Vilhjálms endaði  með kosningu utan kjörfundar
Vilhjálmur og ungir sjálfstæðismenn í vísindaferðinni. Myndin er af Facebook síðu formanns Heimis.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 26. janúar 2026 kl. 10:24

Fjör að færast í oddvitabaráttuna - vísindaferð Vilhjálms endaði með kosningu utan kjörfundar

Ólga er hjá sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ vegna „vísindaferðar“ sem var á vegum Vilhjálms Árnasonar, eins af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ í komandi oddvitaprófkjöri. Ferðin endaði með því að stöðvað var fyrir utan húsnæði flokksins þar sem hægt var að fara inn og kjósa í oddvitaprófkjörinu. Stuðningsmenn Vilhjálms verja tilkomu vísindaferðarinnar og það að hún hafi endað með því að einhverjir fóru inn og kusu í prófkjörinu.

Í vísindaferðinni sem 52 ungir Sjálfstæðismenn mættu í var farið í fyrirtækjaheimsóknir og boðið var upp á áfenga drykki.

Í umfjöllun á visir.is er vitnað í Facebook færslu Loga en þar kemur fram að að ferðin hafi verið á ábyrgð Loga Þórs Ágústssonar, formanns Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna, og Hermanns Borgars Jakobssonar varaformanns en þeir eru stuðningsmenn Vilhjálms. Logi segir í Facebookfærslu að áfengið í ferðinni hafa verið í boði hans og varaformannsins og fólkið sem neytti veiganna „með lögaldur eftir minni bestu vitund.“

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Á samfélagsmiðlum skrifa Logi og Hermann Borgar færslu þar sem þeir segja það ömurlegt ef einhver annar frambjóðandi telji það sér til framdráttar að hjóla í ungt fólk í sveitarfélaginu sem vilji taka þátt í lýðræðislegu ferli í flokknum, en visir.is hafði samband við stjórnarmann í Heimi, sem gaf fréttamanninum upp símanúmer Loga formanns. Logi segir í færslu sinni á Facebook: „Rétt í þessu fékk ég símtal frá blaðamanni Vísis sem hafði fengið símanúmer mitt frá manni í kosningastjórn eins frambjóðandans í Reykjanesbæ til að ræða um vísindaferðina mína og Hermanns Borgar Jakobssonar í gær – væntanlega í þeim tilgangi að gera hana tortryggilega og ná höggi á Vilhjálm Árnason.

Stjórnarmaðurinn umræddi er Guðni Ívar Guðmundsson og er í stuðningsliði Ásgeirs Elvars Garðarssonar, einn þriggja frambjóðenda. Guðni Ívar sýnir færslu þar sem hann er beðinn af fréttamanni Vísis um símanúmer formannsins sem hann gaf honum upp en vísar ásökunum um að framboð Ásgeirs hafi komið að þessu á bug.

Unnar Sigurðsson
Unnar Sigurðsson