Viðreisn 2026
Viðreisn 2026

Fréttir

Veita ekki leyfi til áburðardreifingar milli varnargarða
Þriðjudagur 27. janúar 2026 kl. 07:01

Veita ekki leyfi til áburðardreifingar milli varnargarða

Innviðanefnd Grindavíkur frestaði á fundi sínum mánudaginn 19. janúar 2026 beiðni Hestamannafélagsins Brimfaxa um heimild til að dreifa húsdýraáburði til uppgræðslu á svæði milli varnargarða austast í bænum, þar sem nauðsynleg gögn og umsagnir liggja ekki fyrir og tímasetningin er ekki í samræmi við gildandi reglur um áburðardreifingu.

Í erindi Valgerðar S. Valmundsdóttur, fyrir hönd Brimfaxa, kemur fram að félagið hafi gert samning við Reykjagarð hf. (kjúklingarækt) 15. mars 2021 um nýtingu húsdýraáburðar til áburðargjafar á beitarsvæði hestamanna og víðar. Samkvæmt Valgerði hafi grasfræjum þegar verið dreift á svæðið og uppgræðsla með áburði verið hafin áður en náttúruhamfarir hófust.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Umræddur reitur er í eigu Grindavíkurbæjar og er um 10 hektarar. Hluti hans er skilgreindur sem ÍÞ3 í gildandi aðalskipulagi, hesthúsahverfi og beitiland, en beitiland Brimfaxa hefur skerst verulega eftir að hraun hefur runnið yfir hluta svæðisins. Nefndin lýsti skilningi á erindinu í ljósi breyttra aðstæðna og þess að beitarsvæði hafi orðið ónothæf vegna nýs hrauns.

Þrátt fyrir það taldi nefndin ekki unnt að veita leyfi að svo stöddu. Engin ákvörðun liggur fyrir um framtíðarhlutverk landsins, svæðinu hefur ekki verið formlega skilað til bæjarins og ekki hefur verið lýst yfir goslokum. Þá vantar nauðsynleg gögn, meðal annars dreifingaráætlun og umsagnir viðeigandi stofnana og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Einnig var bent á að tímasetning beiðninnar samræmist ekki reglum þar sem dreifing áburðar er óheimil í frosti eða vætutíð. Málinu var frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna það áfram.

Unnar Sigurðsson
Unnar Sigurðsson