Arion
Arion

Fréttir

Hætt við skipulagsbreytingu vegna lághitaholu við Vogshól og á Njarðvíkurheiði
Lághitaveita í Rockville, svipuð þeirri sem átti að koma á iðnaðarsvæði við Vogshól og á Njarðvíkurheiði.
Þriðjudagur 27. janúar 2026 kl. 08:32

Hætt við skipulagsbreytingu vegna lághitaholu við Vogshól og á Njarðvíkurheiði

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að hætta málsferli vegna breytinga á aðalskipulagi og nýs deiliskipulags sem átti að gera ráð fyrir nýju iðnaðarsvæði við Vogshól og á Njarðvíkurheiði fyrir lághitaborholu, þar sem rannsóknir hafa ekki sýnt nægan jarðhita til nýtingar á svæðunum.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 16. janúar 2026 var lagt fram erindi um breytingu á aðalskipulagi ásamt skipulagslýsingu og vinnslutillögu VSÓ ráðgjafar, dagsettri 16. apríl 2024. Fyrirhugaðar breytingar fólust í því að skilgreina ný iðnaðarsvæði við Vogshól og á Njarðvíkurheiði, með það að markmiði að koma þar fyrir lághitaborholu.

Áformin voru sett fram í kjölfar eldsumbrota á Reykjanesi og hugmyndin var að kanna möguleika á lághitanýtingu á þessum stöðum. Í fundargerðinni kemur þó fram að rannsóknir hafi ekki leitt í ljós að nægur jarðhiti sé á svæðunum til þess að hægt sé að nýta hann.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna var lagt til að hætta frekara ferli við aðalskipulagsbreytinguna og hið nýja deiliskipulag. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti þá tillögu.

Þrátt fyrir að hætt verði við þessa tilteknu skipulagsbreytingu segir í bókun ráðsins að leit að mögulegum lághitaholum verði haldið áfram. Jafnframt verði hugsanlegar breytingar á aðalskipulagi vegna slíkra verkefna fremur teknar inn sem hluti af heildarendurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar.

Unnar Sigurðsson
Unnar Sigurðsson