Viðreisn 2026
Viðreisn 2026

Fréttir

Velferðarráð Reykjanesbæjar gagnrýnir synjun Vinnumálastofnunar á endurgreiðslu
Þriðjudagur 27. janúar 2026 kl. 07:28

Velferðarráð Reykjanesbæjar gagnrýnir synjun Vinnumálastofnunar á endurgreiðslu

Velferðarráð Reykjanesbæjar lýsti á fundi sínum 15. janúar 2026 miklum vonbrigðum með að Vinnumálastofnun hafi synjað endurgreiðslukröfu bæjarins vegna uppgjörs í tengslum við uppsögn þjónustusamnings um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis, gerði grein fyrir málinu á fundi velferðarráðs.

Í bókun ráðsins kemur fram að synjun Vinnumálastofnunar sé að mati ráðsins ekki í samræmi við þá ábyrgð og skuldbindingar sem fylgdu uppsögn samningsins né þann kostnað sem Reykjanesbær hafi orðið fyrir í kjölfarið. Þar er sérstaklega vísað til útgjalda vegna leigu, viðgerða, flutningskostnaðar og launauppgjörs.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Velferðarráð telur brýnt að málið verði tekið til endurskoðunar og að bæjaryfirvöld fái skýrari svör um forsendur synjunarinnar. Óskað hefur verið eftir sundurliðuðu svari við kröfu Reykjanesbæjar.

Unnar Sigurðsson
Unnar Sigurðsson