Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Árnason

Fréttir

Mjög góð þátttaka í oddvitaprófkjöri í Reykjanesbæ
Mikið rennerí var á Réttinn í dag þar sem kosningarnar fara fram. VF/pket.
Laugardagur 31. janúar 2026 kl. 18:19

Mjög góð þátttaka í oddvitaprófkjöri í Reykjanesbæ

Alls höfðu 1.645 manns höfðu tekið þátt í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ kl. 18 í dag, eða 45,9%. Kjörstaður er á Réttinum í Keflavík en hann lokar kl. 20. Vonast er til að hægt verði að greina frá úrslitum prófkjörsins milli kl. 21 og 22 í kvöld.

„Þetta er mjög góð þátttaka og það er búið að vera góð stemmning. Talningateymið hefur fengið alla kjörseðla sem voru í kassa kl. 18 og er byrjað að telja í húsnæði flokksins í Grófinni. Við vonum að við getum klárað talningu frekar fljótt og skilað niðurstöðum milli klukkan níu og tíu í kvöld,“ sagði Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, formaður kjörnefndar.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Þrír frambjóðendur eru í kjöri:

Vilhjálmur Árnason, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins,

Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri Háaleitisskóla í Reykjanesbæ,

Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Bílaleigunnar Geysis.

Unnar Sigurðsson
Unnar Sigurðsson