Rafrænt prófkjör um efstu sætin í Framsókn
Á félagsfundi Framsóknarfélags Reykjanesbæjar fimmtudaginn 15. janúar var samþykkt tillaga stjórnar um að halda rafrænt prófkjör um fyrsta til fjórða sæti framboðslista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.
Sex frambjóðendur munu etja kappi í prófkjörinu sem fram fer þann 7. febrúar.
Birgir Már Bragason, framkvæmdastjóri Keflavíkur sækist eftir 2.– 4. sæti.
Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður í Björginni geðræktarmiðstöð sækist eftir 2.– 3. sæti.
Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri Geo Silica – sækist eftir 2.– 3. sæti.
Gunnar Jón Ólafsson, verkefnastjóri eldvarnaeftirlits hjá BS – sækist eftir 3.– 4. sæti.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjanesbæ – sækist eftir 1. sæti.
Róbert Jóhann Guðmundsson, málarameistari – sækist eftir 2. sæti.
Frestur til að skrá sig í Framsókn og þar með til þátttöku í prófkjörinu rennur út þann 31. janúar. Framboðsfundur verður haldinn í sal félagsins þann 2. febrúar kl.20:00.








