Viðreisn 2026
Viðreisn 2026

Fréttir

Fundur með litlum og meðalstórum fyrirtækjum um endurreisn Grindavíkur
Fimmtudagur 29. janúar 2026 kl. 06:44

Fundur með litlum og meðalstórum fyrirtækjum um endurreisn Grindavíkur

Grindavíkurnefnd boðar til fundar með litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Grindavík mánudaginn 2. febrúar klukkan 16 í Gjánni. Markmiðið er að safna sjónarmiðum atvinnulífsins inn í rammaáætlun um endurreisn bæjarins sem á að liggja fyrir fyrir páska.

Grindavíkurnefnd vinnur nú að gerð rammaáætlunar um endurreisn Grindavíkur. Forsætisráðherra fól nefndinni verkefnið nýverið og stefnt er að því að áætlunin verði tilbúin fyrir páska. Rammaáætlunin á að marka hvernig staðið verður að uppbyggingu og endurreisn til skemmri og lengri tíma.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Í tilkynningu kemur fram að mikil áhersla sé lögð á víðtækt samráð og samstarf við gerð áætlunarinnar. Nefndin hafi á fyrstu vikum ársins verið í samtali við aðila sem koma eða hafa komið að málefnum Grindavíkur og leitist við að fá fram ráð og sjónarmið um næstu skref í endurreisn bæjarins.

Í því samhengi boðar Grindavíkurnefnd sérstaklega til fundar með litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Grindavík, til að fá fram sjónarmið þeirra um endurreisn og uppbyggingu.

Fundurinn verður haldinn mánudaginn 2. febrúar kl. 16 í Gjánni í Grindavík. Ekki verður boðið upp á streymi frá fundinum. Þeir sem komast ekki, en vilja koma sjónarmiðum á framfæri, geta haft samband við nefndarmenn, segir á vef Grindavíkurbæjar.

Unnar Sigurðsson
Unnar Sigurðsson