Guðný Birna leiðir Samfylkingu í Reykjanesbæ
Samfylkingin í Reykjanesbæ kynnti á félagsfundi sínum í kvöld framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026. Listinn var borinn upp til samþykktar af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og samþykktur samhljóða af fundinum.
Fjölmenn þátttaka félagsmanna og gesta var á fundinum á hótel Park Inn. Stjórn Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ lagði til uppstillingaraðferð við framboðslistann, engar aðrar tillögur voru lagðar fram og var tillagan samþykkt án athugasemda.
Í skýrslu uppstillingarnefndar, sem Dagmar Lóa Hilmarsdóttir formaður nefndarinnar flutti, kom fram að mikil og vönduð vinna hefði farið fram við gerð listans. Áhugi á þátttöku var mikil og fjölmargir lýstu yfir vilja sínum til að taka sæti á listanum. Framboðslistinn endurspeglar hóp bæjarbúa með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu, á breiðu aldursbili, jafna kynjaskiptingu og með góðri blöndu af nýjum einstaklingum ásamt reynslumeiri í málefnum bæjarstjórnar.
Að lokinni skýrslu uppstillingarnefndar bauð formaður nefndarinnar Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra að lesa upp tillögu nefndarinnar að framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026. Víðir Reynisson, oddviti flokksins og þingmaður í Suðurkjördæmi, flutti einnig ávarp á fundinum.
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026 er skipaður eftirfarandi einstaklingum:
1. sæti – Guðný Birna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og ritari Samfylkingar.
2. sæti – Hjörtur Magnús Guðbjartsson, kerfisstjóri.
3. sæti – Aðalheiður Hilmarsdóttir, atvinnu- og virkniráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.
4. sæti – Bjarni Halldór Heiðuson, stjórnmálafræðingur.
5. sæti – Hámundur Örn Helgason, framkvæmdastjóri UMFN.
6. sæti – Sigurrós Antonsdóttir, bæjarfulltrúi og lögreglumaður.
7. sæti – Eysteinn Eyjólfsson, samskiptastjóri VIRK.
8. sæti – Hildur Björnsdóttir, lýðheilsufræðingur og kennari.
9. sæti – Magnús Einþór Áskelsson, þroskaþjálfi.
10. sæti – Elfa Hrund Guttormsdóttir, félagsráðgjafi og flugþjónn.
11. sæti – Hjálmar Kári Smárason, verkefnastjóri og markaðsstjóri.
12. sæti – Vala Ósk Ólafsdóttir, félagsráðgjafi í barnavernd.
13. sæti – Hlynur Snær Vilhjálmsson, háseti.
14. sæti – Erna María Jensdóttir, ráðgjafi.
15. sæti – Styrmir Gauti Fjeldsted, vöruhúsastjóri.
16. sæti – Tinna Kristjánsdóttir, þroskaþjálfi.
17. sæti – Stefán Páll Halldórsson, tryggingarráðgjafi.
18. sæti – Auður Sigurðardóttir, aðstoðardeildarstjóri.
19. sæti – Borgar Lúðvík Jónsson, formaður Öldungaráðs Reykjanesbæjar.
20. sæti – Borgar Unnbjörn Ólafsson, fyrrum vélstjóri og varamaður í stjórn Félags eldri borgara.
21. sæti – Sveindís Valdimarsdóttir, fyrrum bæjarfulltrúi og nemi í grasalækningum.
22. sæti – Friðjón Einarsson, fyrrum bæjarfulltrúi og ráðgjafi.








