Arion
Arion

Fréttir

Sigurður Helgi kjörinn varaforseti Evrópuráðsþingsins
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 27. janúar 2026 kl. 19:13

Sigurður Helgi kjörinn varaforseti Evrópuráðsþingsins

Sigurður Helgi Pálmason, þingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, var í vikunni kjörinn varaforseti Evrópuráðsþingsins. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að takast á við þetta verkefni. Ég geri það með auðmýkt og virðingu fyrir þessari merku stofnun.“

Sigurður greinir frá þessu á Facebook en hann segir þar að hann hafi alltaf reynt að vera hreinskilinn um störf sín sem þingmaður.

„Í upphafi tók það mig smá tíma að átta mig á því hvernig ég gæti nýtt mér þetta starf á alþjóðlegum vettvangi. Kerfið er flókið og hlutirnir ganga stundum hægt.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

En á þessu rúma ári hef ég komist að því að þrátt fyrir allt flækjustigið er Evrópuráðsþingið nákvæmlega staðurinn þar sem við eigum að vera. Hlutverk Evrópuráðsins er að standa vörð um grundvallarhugsjónir aðildarríkjanna um mannréttindi, lýðræði og réttarríkið og stuðla að efnahagslegum og félagslegum framförum. Öllum aðildarríkjum er skylt að virða grundvallarreglur um frelsi, mannlega reisn og velferð einstaklingsins sem kveðið er á um í mannréttindasáttmála Evrópu og öðrum samningum ráðsins.

Ísland hefur átt aðild að Evrópuráðsþinginu frá árinu 1950 og hér hafa margir merki Alþingismenn og konur starfað með þá hugsjón að við erum hluti af alþjóðasamfélaginu og að okkar rödd er afar mikilvæg.“

Unnar Sigurðsson
Unnar Sigurðsson