Arion
Arion

Íþróttir

Sundfólk ÍRB sópaði til sín verðlaunum á RIG
Miðvikudagur 28. janúar 2026 kl. 13:32

Sundfólk ÍRB sópaði til sín verðlaunum á RIG

Sundfólkið úr ÍRB átti gott mót á Reykjavíkurleikunum (RIG) um helgina. Hæst bar þó árangur Guðmundar Leo sem setti þrjú mótsmet og endaði sem fjórði stigahæsti sundmaður mótsins.

Það hefur verið mikið að gera hjá okkar fólki í keppnum en um síðustu helgi kepptu mörg af þeim frá föstudegi til sunnudags og núna var endurtekið efni langt og strangt mót frá föstudegi til sunnudags.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Í opnum flokki unnu eftirtaldir sundmenn úr ÍRB til verðlauna.

Guðmundur Leo Rafnsson: Þrjú gull. 50m, 100m og 200m baksundi, hann setti jafnframt mótsmet í 200m baksundi og í 100 m baksundi. Í 100 m tvíbætti hann metið, fyrst í undanrásum og síðan í úrslitum.

Eva Margrét Falsdóttir: Þrjú gull. 400 m fjórsund, 200 m fjórsund og 400 m skriðsund.

Denas Kazulis: Tvenn gull. 100 m skriðsund og 50 m skriðsund.

Daði Rafn Falsson: Eitt silfur. 200 m fjórsund.

Fannar Snævar Hauksson: Eitt brons. 50 m flugsund.

Í unglingaflokki unnu eftirfarandi sundmenn til verðlauna.

Guðrún Ísold Harðardóttir: Gull í 800 m skriðsundi, silfur í 200 m fjórsundi, gull í 200 m skriðsundi og gull í 400 m skriðsundi.

Eydís Jóhannesdóttir: Silfur í 400 m fjórsundi, gull í 200 m fjórsundi, silfur í 400 m skriðsundi og brons í 100 m bringusundi.

Hanna Steinunn Guðnadóttir: Silfur í 800 m skriðsundi.

Gabriel Jarnutowski: Brons í 200 m baksundi.

Eins og áður sagði þá voru stigahæstu sundmenn mótsins samkvæmt stigatöflu alþjóðasundsambandsins verðlaunaðir sérstaklega í lok móts. En stigin sem sundmenn fá reiknast út frá hlutfalli frá heimsmeti. Þar var Guðmundur Leo fjórði stigahæsti sundmaður mótsins.

Í lok mótsins skrifuðu þrír sundmenn undir samninga um einstaklingsstyrki SSÍ, sem sambandið fékk úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ, og þar fékk okkar maður Guðmundur Leo úthlutaðan styrk í fyrsta skipti á ferlinum.

Aðrir sem undirrituðu samninga voru þeir Snorri Dagur Einarsson (SH), Birnir Freyr Hálfdánarsson (SH), ásamt þjálfurum sínum. Einnig fá Einar Margeir Sverrisson (ÍA) og Snæfríður Sól Jórunnardóttir (Aalborg) úthlutað styrk úr sjóðnum, en þau voru ekki til staðar við undirritun samninganna að þessu sinni.

Unnar Sigurðsson
Unnar Sigurðsson