Tvö efstu liðin töpuðu en Keflavík vann
Tvö efstu lið Bónus deildar kvenna í körfubolta, UMFN og UMFG, töpuðu bæði á meðan Keflavík vann sigur á Tindastóli í 16. umferð í kvöld. UMFN og UMFG eru þó enn í efstu sætum deildarinnar.
Keflavík og Tindastóll mættust í Blue höllinni í Keflavík. Liðin skiptu með sér fyrstu tveimur leikhlutunum og það var jafnt á með liðunum en gestirnir leiddu með einu stigi 37-38.
Heimakonur komu sterkari inn í þriðja leikhluta og kláruðu svo dæmið í þeim fjórða en gestirnir héldu Keflvíkingum þó alltaf við efnið. Marta Hermida skoraði rétt tæplega helming stiga Stólanna eða 34 stig og voru Keflvíkingar í stökustu vandræðum með hana. Það kom þó ekki að sök því liðsheild Keflvíkinga var miklu sterkari og skilaði þeim sigri 82-75.
Fimm leikmenn Keflvíkinga voru með yfir tíu stig, Sara Rún með 18 stig og Keishana Washington með 16 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar.
Keflavík-Tindastóll 82-75 (23-18, 14-20, 22-16, 23-21)
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 18/5 fráköst, Keishana Washington 16/9 fráköst/10 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/4 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 12, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12/6 fráköst, Sofie Tryggedsson Preetzmann 3/4 fráköst, Angelina Turmel 3/10 fráköst/5 varin skot, Agnes María Svansdóttir 2, María Jónsdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0.
Tindastóll: Marta Hermida 34/6 fráköst/5 stoðsendingar, Madison Anne Sutton 20/8 fráköst/9 stoðsendingar/7 stolnir, Oceane Kounkou 10/5 fráköst, Emma Katrín Helgadóttir 5, Inga Sólveig Sigurðardóttir 3, Rannveig Guðmundsdóttir 3, Eva Run Dagsdottir 0, Brynja Líf Júlíusdóttir 0.
Dómarar: Gunnlaugur Briem, Eggert Þór Aðalsteinsson, Friðrik Árnason
Áhorfendur: 279
Njarðvíkingar lentu í miklum vandræðum í fyrri hálfleik gegn Hamar/Þór og voru 14 stigum undir. Þrátt fyrir að koma til baka í síðari hálfleik, þá dugði það ekki og neðsta lið deildarinnar vann sinn annan sigur á leiktíðinni en hinn var gegn Keflavík fyrr í vetur.
Hamar/Þór-Njarðvík 89-84 (23-22, 30-17, 18-24, 18-21)
Hamar/Þór: Ana Clara Paz 25/4 fráköst, Jadakiss Nashi Guinn 24/14 fráköst/10 stoðsendingar, Jovana Markovic 17/4 fráköst, Mariana Duran 11/8 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 6, Bergdís Anna Magnúsdóttir 3, Dagrún Inga Jónsdóttir 3, Elín Sara Magnúsdóttir 0, Andrea Ösp Gunnsteinsdóttir 0, Sólveig Grétarsdóttir 0, Emilía Ýr Gunnsteinsdóttir 0, Guðrún Anna Jónsdóttir 0.
Njarðvík: Brittany Dinkins 26/4 fráköst/6 stoðsendingar, Danielle Victoria Rodriguez 18/7 fráköst, Helena Rafnsdóttir 11/4 fráköst, Hulda María Agnarsdóttir 9/6 fráköst, Sofia Roma 9/6 fráköst, Krista Gló Magnúsdóttir 7, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Inga Lea Ingadóttir 2/4 fráköst, Aníta Rut Helgadóttir 0, Veiga Dís Halldórsdóttir 0, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Sara Björk Logadóttir 0.
Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Sófus Máni Bender, Elías Karl Guðmundsson
Áhorfendur: 80
Grindvíkingar byrjuðu vel á heimavelli gegn KR og náðu þrettán stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta. Konurnar úr Vesturbænum gerðu sér lítið fyrir og söxuðu á forskotið og unnu næstu þrjá leikhluta og leikinn 74-79.
Grindavík-KR 74-79 (30-17, 13-20, 21-23, 10-19)
Grindavík: Abby Claire Beeman 26/10 stoðsendingar/5 stolnir, Farhiya Abdi 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 13/4 fráköst, Þórey Tea Þorleifsdóttir 11/8 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 5, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 3/5 fráköst, Ólöf María Bergvinsdóttir 2, Isabella Ósk Sigurðardóttir 0, Edda Geirdal Kjartansdóttir 0, Telma Hrönn Loftsdóttir 0, Eyrún Hulda Gestsdóttir 0.
KR: Molly Kaiser 30/10 fráköst/5 stoðsendingar, Eve Braslis 16/4 fráköst, Rebekka Rut Steingrímsdóttir 15, Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 12/5 fráköst, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 5/11 fráköst/5 stoðsendingar, Hanna Þráinsdóttir 1, Lea Gunnarsdóttir 0, Perla Jóhannsdóttir 0, Anna María Magnúsdóttir 0, Anna Margrét Hermannsdóttir 0, Arndís Rut Matthíasdóttir 0, Kristrún Edda Kjartansdóttir 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Ingi Björn Jónsson, Guðmundur Ragnar Björnsson
Áhorfendur: 84

+







