Pizzan- skipta í hinn 28. jan
Pizzan- skipta í hinn 28. jan

Aðsent

Okkur vantar alvöru leiðtoga
Föstudagur 30. janúar 2026 kl. 21:09

Okkur vantar alvöru leiðtoga

Þegar þú stendur í rekstri með 50- 60 manns í vinnu alla daga ársins, auk fjölda iðnaðarmanna, þá skiptir miklu máli hvernig rekstrarumhverfi fyrirtækisins er. Síðustu ár hafa 4-5 stór iðnfyrirtæki, og þeirra starfsfólk, hér í bæ staðið með okkur í uppbyggingu en mikilvægi uppbyggingar skiptir samfélagið allt máli og skapar vinnu langt út fyrir starfsmannahópinn. Á tímum atvinnuleysis skiptir því hvert einasta starf miklu máli.

Þegar er ljóst að atkvæði til Sjálfstæðisflokksins í vor mun skila okkur góðum bæjarstjóra og því ber að fagna. Ég vona að allir þeir þrír sem þegar hafa byrjað baráttuna verði saman í okkar liði.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

En í góðu liði þarf öflugan fyrirliða og alvöru leiðtoga, í þessu tilviki alvöru bæjarstjóra. Vilhjálmur Árnason er vel kynntur og öflugur þingmaður. Þekking hans á landsmálum og tengingar við þingmenn og stjórnkerfið skiptir miklu máli þegar horft er til þess hver stýrir bænum okkar og hefur reynslu til þess.

Reynsla hans sem lögreglumaður í Reykjanesbæ um langt árabil skiptir líka máli. Þá veit hann af eigin reynslu hvað fjölskyldur vilja sjá til að velja búsetu fyrir sig og sýna fjölskyldu.

Síðustu ár hefur Villi verið tíður gestur hjá fyrirtækjum á svæðinu til að kynna sér rekstrarumhverfið, ógnir og tækifæri.

Ég brenn fyrir bænum mínum, uppbyggingu og nýrri framtíðarsýn en einkaframtakið er eina aflið sem getur látið hlutina vaxa og dafna. En einkaframtakið þarf öflugt sveitarfélag, góða bæjarstjórn og umfram allt góðan bæjarstjóra.

Hækkun fasteignaskatta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um síðustu áramót var ekki að hjálpa fyrirtækjum á svæðinu að stækka og styðja við framtíðarþróun. Þá hafa takmarkaðir húsnæðismöguleikar starfsmanna fyrirtækja undanfarin ár, vegna ríflegra samninga innanbæjar um alþjóðlega vernd, ekki hjálpað heldur. Þetta þarf að laga.

Við þurfum að tryggja að fleiri atkvæði bæjarbúa séu XD því Sjálfstæðisflokkurinn er vissulega flokkur sem hefur metnað og getu til að stíga fram úr meðalmennsku og skapa bæjarfélag innan frá. Atvinnulífið og bæjarbúa Reykjanesbæjar vantar góðan bæjarstjóra og gott og öflugt lið með honum í bæjarstjórn.

Kjósum Vilhjálm Árnason til forystu og kjósum XD í vor. Villi sem leiðtogi tryggir okkur fleiri atkvæði í næstu kosningum og tryggir okkar jafnframt besta liðið.


Steinþór Jónsson.

Unnar Sigurðsson
Unnar Sigurðsson