Viðreisn 2026
Viðreisn 2026

Mannlíf

 Flugeldalyktin á  ármótunum er best
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 31. janúar 2026 kl. 07:30

Flugeldalyktin á ármótunum er best

Halldóra Guðrún Jónsdóttir var nýlega ráðinn sviðssjóri Menningar- og þjónustusviðs hjá Reykjanesbæ. Hún hefur starfað hjá Reykjanesbæ mörg undanfarin ár, m.a. sem aðstoðarmanneskja bæjarstjóra. Halla eins og hún er kölluð er Keflvíkingur og svarar hér nokkrum áhugaverðum spurningum í Nærmynd VF, m.a. um hvort hún muni eftir fyrsta rúntinum eftir bílpróf en líka margt annað áhugavert.

Nafn: Halldóra Guðrún

Jónsdóttir.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Árgangur: 1978.

Búseta: Reykjanesbær.

Hverra manna ertu og hvar uppalin(n)? Ég fluttist til Keflavíkur 15 ára og hafði áður búið bæði á Ísafirði og Akureyri. Pabbi minn heitir Jón Baldvin Hannesson er ættaður frá Siglufirði og mamma mín er Ragnheiður Gunnarsdóttir og er fædd og uppalin í Keflavík.

Starf/nám: Ég stafa sem sviðsstjóri Menningar- og þjónustusviðs hjá Reykjanesbæ.

Hvað er í deiglunni: Það er ýmislegt á döfinni hjá mér um þessar mundir. Ég tók nýverið við stafi sviðsstjóra Menningar- og þjónustusviðs svo það er nóg að gera í vinnunni og verður gaman að fara inn í nýtt ár með ný markmið.

Hvernig nemandi varstu? Ég var mjög samviskusöm og hafði metnað til að gera vel.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Það var allskonar, lengi ætlaði ég að verða leikari en ég var aldrei þessi týpa að vita nákvæmlega hvað ég vildi. Tilviljanir hafa svolítið ráðið för hvað ég er í dag. 

Áttu einhverja sérstaka fyrirmynd? Ekki beint en ég lít oft upp til kvenna sem komast áfram af eigin verðleikum og án þess að hampa sér um of. Get tekið Vigdísi sem dæmi.

Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Á enga sérstaka minningu um eitthvað eitt, en líklega  þetta klassíska eins og Barbie og Playmo.

Besti ilmurinn? Flugeldalyktin á ármótunum.

Á hvaða bíl fórstu fyrsta rúntinn eftir prófið og með hverjum? Það var með vinkonum mínum á litla græna Fiat-inum hennar mömmu upp og niður Hafnargötuna.

Hvernig slakarðu á? Göngutúrar, jóga eða uppi í sófa að horfa á góðan þátt.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Það var alltaf Eurovision, var mikill aðdáandi en það hefur aðeins dalað undanfarin ár. En alla jafna horfi ég á Gísla Martein á föstudagskvöldum. Það er orðið fátt sem maður horfir á í línulegri dagskrá.

Uppáhalds vefsíða? Það er nýja heimasíðan sem við erum að smíða fyrir Reykjanesbæ og mun líta dagsins ljós í vor.

Hvað heldurðu að skjátími þinn sé mikill á hverjum degi að jafnaði? Úff, ég vil ekki vita það. Telur líklega í einhverjum klukkutímum.

Besta bíómyndin? Forrest Gump er klassík.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á?  Margir flottir, get ekki valið á milli.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Brjóta saman þvott.

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ætli það sé ekki súrdeigspizzan mín.

Hættulegasta helgarnammið? Nóa Sirius rjómasúkkulaði með trompbitum og fílakúlur með hvítu súkkulaði.

Hvernig er eggið best? Annað hvort vel spælt eða Egg Benedikt.

Hvað fer mest í taugarnar á þér? Virðingarleysi.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Hroki.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? „Sýndu góðvild, sá valkostur er alltaf til staðar.“ (Dalai Lama)

Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar frænka mín var að passa mig og með vini sína með sér. Ég hef verið um tveggja ára enn í rimlarúmi og vildi auðvitað ekki fara að sofa og missa af partíinu.

Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Væri ekki bara gaman að prufa að vera söngvari á tónleikaferðalagi eins og t.d. Laufey?

Hver er uppáhalds bókin þín og rithöfundur? Þetta er erfitt val. Bókin sem ég hef líklega mælt oftast með er „Lífsreglurnar fjórar“ eftir Don Miguel Ruiz. Annars les ég allskonar og á ekki neinn einn uppáhalds höfund. Gæti nefnt Lucindu Riley sem skrifaði Sjö systur seríuna. Allt sem ég hef lesið eftir hana finnst mér gott. 

Orð eða frasi sem þú notar mikið? Sú skemmtilega spurning „Hvað eigum við að hafa í matinn?“ hefur líklega vinninginn.

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég held ég myndi segja pass ef það byðist. Myndi ekki taka sénsinn að rugla þá í framtíðinni eins og gerist í bíómyndunum.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? „Hamingjustundir, gleði, sorg og tár“.

Unnar Sigurðsson
Unnar Sigurðsson