Viðreisn 2026
Viðreisn 2026

Mannlíf

Alþjóðlegur Nordplus-undirbúningsfundur í Reykjanesbæ lagði grunn að framtíðarsamstarfi
Þriðjudagur 27. janúar 2026 kl. 06:48

Alþjóðlegur Nordplus-undirbúningsfundur í Reykjanesbæ lagði grunn að framtíðarsamstarfi

Í síðustu viku fór fram undirbúningsfundur Nordplus í Reykjanesbæ þar sem sjö kennarar og stjórnendur frá Íslandi, Letlandi, Eistlandi og Færeyjum komu saman. Markmið fundarins var að móta framtíðarverkefni á sviði menntunar, efla alþjóðlegt samstarf og kynna þátttakendum íslenska menningu og menntakerfi. DreamVoices menningar- og fræðslufélag í Reykjanesbæ sá um móttöku og skipulag dagskrár.

Sem hluti af fræðilegri dagskrá heimsóttu þátttakendur Tónlistarskóla FÍH, þar sem Gunnar Hrafnsson kynnti starfsemi skólans og veitti innsýn í rytmískt tónlistarnám á Íslandi. Heimsóknin skapaði grundvöll fyrir umræðu um tónlistarkennslu, skapandi námsaðferðir og hlutverk lista í menntun barna og ungmenna.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Til að dýpka skilning þátttakenda á íslenskri þjóðmenningu var einnig farið í heimsóknir í Hallgrímskirkju, Þjóðminjasafn Íslands og Perluna. Þar fengu kennararnir yfirsýn yfir sögu, menningu og náttúru landsins. Deginum lauk með upplifun á norðurljósum sem settu sterkan svip á heimsóknina.

Næsta dag var Akurskóli heimsóttur. Þar fengu þátttakendur leiðsögn frá aðstoðarskólastjóra, Þormóði Loga Björnssyni, og kynntust skipulagi, kennsluháttum og faglegu starfi skólans. Heimsóknin vakti fjölda spurninga og umræða um skólastarf, nemendamiðað nám og faglegt samstarf kennara.

Á sameiginlegum fundum kennara var fjallað um fjölmarga sameiginlega snertifleti tónlistarkennslu og grunnskólakennslu, þar á meðal námsaðferðir, hlutverk skapandi greina og tilgang menntunar í samhengi við farsæld og velferð barna í þátttökulöndunum.

Dagskránni lauk með heimsókn í Víkingaheimar, þar sem Alexandra Chernyshova, óperusöngkona og tónskáld, leiddi þátttakendur inn í íslenska menningu, sögu og tónlist, með sérstakri áherslu á hið merkilega víkingaskip Íslending. Að auki fór fram fróðlegt samtal milli kennara og menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, Guðlaugu Maríu Lewis. 

Alþjóðlegi hópurinn lýsti yfir mikilli ánægju með heimsóknina til Íslands og þá faglegu og menningarlegu reynslu sem undirbúningsfundurinn veitti, auk þess sem hann lagði traustan grunn að áframhaldandi samstarfi innan Nordplus-áætlunarinnar.



Unnar Sigurðsson
Unnar Sigurðsson