Heklan
Heklan

Íþróttir

Grindavíkurkonur öruggar í 8-liða úrslit VÍS-bikarsins
Sunnudagur 14. desember 2025 kl. 16:01

Grindavíkurkonur öruggar í 8-liða úrslit VÍS-bikarsins

Njarðvík tapaði á heimavelli fyrir Haukum en Keflavík vann Val með minnsta mun í gær

Grindavík tók á móti Stjörnunni í 16-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna og unnu öruggan sigur, 94-75 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 46-40. 
Fyrri í dag tók Njarðvík á móti Haukum og þurfti að sætta sig við tap, 92-101 en Keflavík fór á Hlíðarenda í gær og vann Val með minnsta mun, 83-84.

Eins og sést á leik Grindavíkur og Stjörnunnar, þá var það ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Grindavík tók völdin en þá hertist vörnin til muna og sigurinn aldrei í hættu. Abby Claire Beeman var að vanda frábær hjá Grindavík, endaði með 25 stig og 12 stoðsendingar en landsliðsmiðherjinn Ísabella Ósk Sigurðardóttir var stigahæst með 26 stig og 11 fráköst.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Þorleifur Ólafsson, þjálfari UMFG: Ólöf Rún Óladóttir, fyrirliði UMFG:
VF jól 25
VF jól 25