Grindavíkurkonur öruggar í 8-liða úrslit VÍS-bikarsins
Njarðvík tapaði á heimavelli fyrir Haukum en Keflavík vann Val með minnsta mun í gær
Grindavík tók á móti Stjörnunni í 16-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna og unnu öruggan sigur, 94-75 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 46-40.
Fyrri í dag tók Njarðvík á móti Haukum og þurfti að sætta sig við tap, 92-101 en Keflavík fór á Hlíðarenda í gær og vann Val með minnsta mun, 83-84.
Eins og sést á leik Grindavíkur og Stjörnunnar, þá var það ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Grindavík tók völdin en þá hertist vörnin til muna og sigurinn aldrei í hættu. Abby Claire Beeman var að vanda frábær hjá Grindavík, endaði með 25 stig og 12 stoðsendingar en landsliðsmiðherjinn Ísabella Ósk Sigurðardóttir var stigahæst með 26 stig og 11 fráköst.









