Rúmfatalagerinn
Rúmfatalagerinn

Íþróttir

Tveir leikmenn til liðs við Keflavík í Bestu deildinni
Adam Ægir Pálsson lék með Keflavík árið 2020.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 18. apríl 2022 kl. 15:45

Tveir leikmenn til liðs við Keflavík í Bestu deildinni

Í dag bættist í hóp Keflvíkinga þegar tveir nýir leikmenn skrifuðu undir samninga við knattspyrnudeildina en á morgun mæta Keflvíkingar Blikum á útivelli í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu karla.
Adam Ægir Pálsson snýr aftur til Keflavíkur á lánssamningi frá Víkingi Reykjavík en Adam var á mála hjá Keflavík fyrri hluta tímabilsins 2020. Adam sagði í samtali við Víkurfrétitir að þegar það hafi komið til tals að hann færi á láni frá Víkingum hafi ekkert annað komið til greina í hans huga en að ganga til liðs við Keflavík.

„Ég er mjög sáttur við hvernig þetta endaði. Ég er kominn til að styrkja Keflavík og að taka þátt í þeirri velgengni sem hefur verið í gangi hjá Keflavík síðan ég fór. Þeir eru búnir að gera góða hluti eftir að ég fór.“

Adam Ægir í leik með Keflavík Lengjudeildinni 2020.

Hvað varð til þess að Keflavík varð fyrir valinu?
Fyrst og fremst þá líður mér rosalega vel hérna hjá Keflavík, ég þekki Sigga Ragga vel og mér líður mjög vel að spila undir hans stjórn. Það er mjög gott að vera hérna – svo einfalt er það. Ef ég myndi fara á lán frá Víkingi þá fannst mér ekkert annað koma til greina en Keflavík.“

Adam Ægir kemur á lánssamningi eins og fyrr segir og er lengd hans óákveðin. „Kannski verð ég hálft tímabilið, kannski allt tímabilið – það kemur bara í ljós,“ segir Adam Ægir sem verður löglegur með Keflavík á morgun.

Liðunum er spáð ólíku gengi í ár, Blikum næstefsta sætinu en Keflavík því næstneðsta.
„Ég er búinn að mæta á tvær æfingar. Flottur hópur og menn eru hungraðir í að ná árangri. Þessi spá sem er búið að gefa út mótiverar liðið bara, ætti bara að hjálpa okkur ef eitthvað er. Að sýna mönnum hvað í okkur býr, ef þetta mótiverar okkur ekki hvað ætti þá að gera það?“

Fyrsti leikur á morgun, verður þú með?
„Já, ég verð orðinn löglegur og hlakka bara til að kjást við þá bestu. Það væri nú gott að taka stig á móti Breiðabliki. Væri alls ekkert leiðinlegt að byrja bara á fyrstu þremur stigunum,“ segir Adam Ægir að lokum.


Úkraínskur miðjumaður kominn til Keflavíkur

Ivan Kalyuzhnyi, 24 ára miðjumaður, hefur gengið til liðs við Keflavík en hann kemur frá FK Oleksandriya sem leikur í efstu deildinni í Úkraínu.
Ivan, Anja, kona hans, og Olivia, tæplega tveggja ára gömul dóttir þeirra, voru fegin að vera komin til landsins en vegna þess hörmungarárstands sem ríkir í heimalandi þeirra hafa þau haldið til hjá vinafólki í Póllandi að undanförnu. VF-mynd: JPK
Olivia var byrjuð að leggja drög að leikskipulagi morgundagsins.

Tengdar fréttir