Íþróttir

Sveindís Jane með meistaratakta í Meistaradeild Evrópu
Sveindís og félagar fagna seinna marki Wolfsburg. Skjáskot af YouTube
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 1. apríl 2022 kl. 12:12

Sveindís Jane með meistaratakta í Meistaradeild Evrópu

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir var heldur betur á boltanum í gær þegar hún var í byrjunarliði Wolfsburg sem mætti Arsenal í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Sveindís átti þátt í báðum mörkum Wolfsburg sem vann leikinn 2:0 og einvígið samanlagt 3:1.

Sveindís lagði upp fyrra markið í snemma í fyrri hálfleik (9') þegar hún náði að senda boltann á samherja eftir hornspyrnu Wolfsburg. Sveindís var aftur á ferðinni seint í leiknum en þá hafði Arsenal sóttt talsvert að marki Wolfsburg og verið nærri því að jafna. Boltinn barst til Sveindísar Jane á vinstri kanti þar sem hún ákvað að nýta spretthörku sína og taka varnarmann Arsenal á. Hún gerði gott betur, fór framhjá varnarmanninum og inn í teiginn upp að endamörkum þar sem hún átti fasta sendingu sem fór af öðrum varnarmanni og í mark Arsenal. Staðan 2:0 og Wolfslburg á leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Sveindís Jane er að takast að stimpla sig inn sem eina mest spennandi vonarstjörnu kvennaknattspyrnunnar í heiminum í dag og hún nálgast takmark sitt skref fyrir skref – að verða best í heimi, eins og hún lét hafa eftir sér í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta þegar hún samdi við Wolfsburg.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í spilaranum hér að neðan má sjá brot af því besta úr leik Wolfsburg og Arsenal í gær.

Tengdar fréttir