Reykjanes Optikk afmælistilboð
Reykjanes Optikk afmælistilboð

Íþróttir

Sveindís Jane komin á blað í þýsku úrvalsdeildinni
Markaskorarinn Sveindís Jane Jónsdóttir. Mynd af Facebook-síðu VfL Wolfsburg Frauenfußball
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 12. mars 2022 kl. 10:52

Sveindís Jane komin á blað í þýsku úrvalsdeildinni

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Wolfsburg þegar liðið sótti Köln heim í gær í þýsku úrvalsdeildinni og hafði betur, 1:5. Sveindís skoraði fyrstu tvö mörkin og opnaði þar með markareikning sinn í Þýskalandi.

Það tók Sveindísi rétt um tuttugu mínútur að skora fyrsta mark leiksins (21') og hún tvöfaldaði forystu Wolfsburg rúmum tíu mínútum síðar (33')

Sveindís fær mikið lof fylgjenda Facebook-síðu kvennaliðs Wolfsburg fyrir frammistöðuna í gær og má sjá á færslum þeirra að hún hafi verið maður leiksins.

Nýsprautun sumardekk
Nýsprautun sumardekk
„Hún er brjálæðislega hröð og létt á fæti – og hún er ennþá mjög ung. Ég hlakka til að sjá hana þroskast með Úlfunum.“ (Tilvitnun í færslu á Facebook-síðu kvennaliðs Wolfsburg)

Með sigrinum komst Wolfsburg í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, einu stigi upp fyrir Bayern.

Tengdar fréttir