Tveir Keflvíkingar úr atvinnumennsku í Víking og KR
Atvinnumennirnir Elías Ómarsson og Arnór Ingvi Traustason eru báðir komnir heim til Íslands úr atvinnumennsku. Ómar gekk til liðs við meistaralið Víkings og Arnór Ingvi er genginn til liðs við KR.
Vitað er að báðir leikmenn hafa verið á óopinberum lista forráðamanna Keflavíkur og þeir gerðu Elíasi tilboð sem hann íhugaði en ákvað svo á endanum að fara til meistaraliðs Víkinga.
Arnó Ingvi segir í viðtali við visir.is að Keflvíkingar hafi ekki haft samband við sig.
Keflvíkingar hafa verið að styrkja leikmannahópinn og vitað er að mörgum fannst það skemmtileg tilhugsun að fá þessa fyrrum leikmenn liðsins úr atvinnumennsku í sitt gamla félag. Svo varð þó ekki - að sinni alla vega.




