Heklan
Heklan

Fréttir

Myndarleg sjónvarpsdagskrá Víkurfrétta um jólin
Miðvikudagur 24. desember 2025 kl. 13:03

Myndarleg sjónvarpsdagskrá Víkurfrétta um jólin

Það er myndarleg dagskrá í sjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is um jólahátíðina. Á síðustu dögum höfum við farið um víðan völl og einnig fengið til okkar viðmælendur í myndver Víkurfrétta. Viðtölin eru einnig aðgengileg í hlaðvarpi á forsíðu vf.is og á hlaðvarpsveitum. Viðtölin við þetta fólk verða einnig aðgengileg stök hér á vf.is um jólin, ríkulega myndskreytt. Gleðilega hátíð!

Víkurfréttir skelltu sér til Lundúna á aðventunni og heimsóttu Elenoru Rós í bakaríið þar sem hún er að gera góða hluti.


Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Baldur Guðmundsson fékk menningarverðlaunin Súluna á dögunum. Víkurfréttir voru á staðnum og fengu einnig Baldur í myndver.


Ástrós Skúladóttir er vísindakona sem vinnur að því að leysa ráðgátur erfðavísinda með það að markmiði að finna lækningar. Kristjana Benediktsdóttir ræddi við Ástrós í myndveri Víkurfrétta.


Jón Axelsson er forstjóri Skólamatar, fyrirtækis sem sér um daglegar skólamáltíðir fyrir þúsundir skólabarna í leik- og grunnskólum á suðvesturhorni landsins. Við fengum Jón í myndver og fylgdumst einnig með því þegar börnin í Stapaskóla fengu hádegismat á dögunum.


Ásgeir Hjálmarsson er safnari af guðs náð. Hann hefur ástríðu fyrir því að bjarga menningarverðmætum og vill að þau séu höfð til sýnis en ekki falin í geymslum. Við kíktum í Braggann, skemmtilegt einkasafn Ásgeirs í Garðinum.


Tómas Knútsson hefur haldið úti Bláa hernum í þrjá áratugi. Baráttan fyrir hönd náttúrunnar er hörð. Á hverju ári skolar rusli á land í tonnavís en það er erfitt að fjármagna hreinsunina. Tómas kom í myndver Víkurfrétta.

VF jól 25
VF jól 25