Palóma
Palóma

Fréttir

Útsvar óbreytt 14,97% í Suðurnesjabæ
Þriðjudagur 23. desember 2025 kl. 05:18

Útsvar óbreytt 14,97% í Suðurnesjabæ

Bæjarfulltrúar B-lista og bæjarfulltrúinn Magnús S. Magnússon lögðu fram tillögu við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2026–2029 um að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði yrði óbreyttur árið 2026 frá fjárhagsáætlun 2025 og að það kæmi jafnframt fram í áætlunum fyrir 2027–2029. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku.

Í greinargerð með tillögunni segir að markmiðið sé „að tryggja fyrirsjáanleika íbúa og milda áhrif ytri efnahagslegra aðstæðna“ og jafnframt „stuðla að áframhaldandi búsetuöryggi og samkeppnishæfni sveitarfélagsins“. Tillagan byggi á „sjónarmiðum um meðalhóf, stöðugleika í gjaldtöku og samfélagslega ábyrgð“.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Sömu fulltrúar lögðu einnig fram tillögu um gjaldskrá vatnsveitu Suðurnesjabæjar í Sandgerði. Þar er lagt til að notaðir verði sömu reiknistuðlar og HS Veitur nota við verðlagningu á köldu vatni í Garðshluta sveitarfélagsins. Í greinargerðinni segir að „með öllu óeðlilegt [sé] að ekki séu notaðir sömu reiknistuðlar“ og að „mikið misræmi [sé] í greiðslu á vatnsgjaldi“. Vakin er athygli á því að í fjárhagsáætlun 2019 hafi vatnsgjaldið í Sandgerði verið hækkað til að jafna álagningu við HS Veitur, en nú sé reiknistuðullinn í Sandgerði bundinn við fasteignamat eigna á meðan í Garði sé reiknað út frá rúmmetrum eigna.

Samþykkt var samhljóða að vísa báðum tillögum til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2026. Þá var samþykkt með atkvæðum bæjarfulltrúa D-, O- og S-lista ásamt bæjarfulltrúa Magnúsi Sigfúsi Magnússyni að álagningarhlutfall útsvars 2026 verði óbreytt, 14,97%. Fulltrúar B-lista sátu hjá. Einnig var samþykkt með atkvæðum D-, O- og S-lista að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn. B-listinn og Magnús Sigfús Magnússon sátu hjá.

VF jól 25
VF jól 25