Freyjur styðja samfélagið
Lionsklúbburinn Freyja, Keflavík, afhenti styrki úr líknar- og verkefnasjóði klúbbsins. Styrkirnir eru ágóði af sölu á jólasælgætiskrönsum sem Freyjur hnýttu og seldu.
Lionskonur þakka bæjarbúum og fyrirtækjum fyrir góðar móttökur og við óskum ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar.
Þeir sem fengu styrki eru Velferðarsjóður Suðurnesja, Rauði krossinn Suðurnesjum, Bráðalegudeild geð- og fíknisjúkdóma á Landspítala og ungur maður sem er í læknismeðferð í London.
Þær Freyjur sem afhentu styrki í Keflavíkurkirkju væru þær Eydís B. Eyjólfsdóttir, Guðbjörg Þórðardóttir og Elsa Lilja Eyjólfsdóttir.

Herbert Eyjólfsson, formaður Rauða krossins Suðurnesjum afhenti við sama tækifæri framlag til Velferðarsjóðs Suðurnesja. Framlagið er tilkomið þannig að Freyjur greiða fyrir aðstöð við sælgætiskransagerðina hjá Rauða krossinum Suðurnesjum og sú greiðsla fer óskipt til velferðarsjóðsins. Þórunn Þórisdóttir tók við framlaginu.





