Palóma
Palóma

Fréttir

Vetrarsólstöðuganga Píeta samtakanna 2025
Sunnudagur 21. desember 2025 kl. 13:17

Vetrarsólstöðuganga Píeta samtakanna 2025

Sunnudaginn 21. desember standa Píeta samtökin fyrir árlegri Vetrarsólstöðugöngu í minningu þeirra sem hafa farið í sjálfsvígi. Komið verður saman í húsnæði Kynnisferða við Klettagarða 12 kl. 19:00 þar sem boðið verður upp á stutta dagskrá.

Hægt verður að kaupa kerti til styrktar Píeta samtökunum og annan varning. Vöffluvagninn verður á staðnum með jólalegar veitingar til sölu til styrktar Píeta.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Klukkan 20:00 verður gengið út að Vitanum við Skarfagarð þar sem aðstandendum gefst tækifæri til að skrifa skilaboð um söknuð og ást á gula vegginn á vitanum. Yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna á að ástin er eilíf.

Vetrarsólstöðugangan var haldin í fyrsta sinn 2016 og er hún táknræn því hún fer fram á vetrarsólstöðum þegar dagsbirtan er minnst og dagurinn lengist á nýjan leik. Þrátt fyrir myrkrið er ljósið ekki langt undan og nú tekur daginn aftur að lengja. Ljósið er glæta vonarinnar en eitt af slagorðum Píeta samtakanna er „Það er alltaf von!“.

Búist er við að töluverður fjöldi eigi eftir að mæta í gönguna eins og fyrri ár. Þrátt fyrir að jólin séu gleðilegur tími þá geta þau reynst mörgum erfið.

Dagskrá:

19:00 Hús opnar

19:30 Bjarni Karlsson prestur og Píeta félagi býður gesti velkomna

19:35 Eva Skarpaas aðstandandi deilir reynslu

19:45 Sveinn Arnar organisti og Ásta Mary söngkona taka lagið Lítið ljós

19:50 Söngsveitin Fílharmónía flytur nokkur lög

20:00 Gengið út að vitann á Skarfabakka, ljós tendruð og minningarorð rituð á vegg vitans.

VF jól 25
VF jól 25