Palóma
Palóma

Fréttir

Sjúkraþjálfun að Reykjanesvegi 40 talin samræmast aðalskipulagi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 21. desember 2025 kl. 06:22

Sjúkraþjálfun að Reykjanesvegi 40 talin samræmast aðalskipulagi

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar telur að fyrirhuguð starfsemi sjúkraþjálfunar að Reykjanesvegi 40 geti samræmst aðalskipulagi svæðisins, að því gefnu að umsvif verði ekki meiri en lýst er í erindi eiganda.

Reykjanesvegur 40 er á svæði sem í aðalskipulagi er skilgreint sem íbúðarsvæði og er ekki til deiliskipulag fyrir svæðið. Eigandi eignarinnar óskaði eftir afstöðu ráðsins til þess hvort rekstur sjúkraþjálfunar væri heimill á lóðinni eða hvort gera þyrfti breytingu á skipulagi. Gert er ráð fyrir 3–6 starfsmönnum og um 30–50 viðskiptavinum á dag.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Í skipulagsreglugerð kemur fram að íbúðarbyggð (ÍB) sé ætluð fyrir íbúðarhúsnæði og nærþjónustu sem tengist búsetu, auk minni háttar atvinnustarfsemi sem samrýmist íbúðarumhverfi.

Það er mat umhverfis- og skipulagsráðs, á fundi þess 21. nóvember 2025, að fyrirhuguð starfsemi falli að þessum skilmálum svo lengi sem umfang hennar verði í samræmi við framsett áform.

VF jól 25
VF jól 25