Palóma
Palóma

Fréttir

Engir lögheimilisflutningar milli Suðurnesja og Norðurlands vestra
Föstudagur 19. desember 2025 kl. 10:27

Engir lögheimilisflutningar milli Suðurnesja og Norðurlands vestra

Á Suðurnesjum fluttu 504 lögheimili í síðasta mánuði. Þar af fluttu 310 innan landshlutans og 160 til höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá Þjóðskrá.

Alls skráðu 4.418 einstaklingar flutning innanlands í nóvember til Þjóðskrár. Þetta er fækkun frá síðasta mánuði eða um 8,4% þegar 4.822 einstaklingar skráðu flutning innanlands. Miðað við sama mánuð á síðasta ári er niðurstaðan fækkun um 14,8% þegar 5.184 einstaklingar skráðu flutning innanlands.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Frá Suðurnesjum fluttu fimm til Vesturlands, átta til Vestfjarða, enginn á Norðurland vestra, átta til Norðurlands eystra, sex til Austurlands og sjö á Suðurland. Flestir fluttu á höfuðborgarsvæðið eða 160 manns.

Til Suðurnesja fluttu 61 frá höfuðborgarsvæðinu, fjórir frá Vesturlandi, enginn frá Vestfjörðum eða Norðurlandi vestra, einn frá Norðurlandi eystra og fimm frá Austurlandi. Þá fluttu þrettán frá Suðurlandi til Suðurnesja í nóvember.

VF jól 25
VF jól 25