Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Hanna Björg skipuð skrifstofustjóri Raforkueftirlitsins
Fimmtudagur 18. desember 2025 kl. 10:36

Hanna Björg skipuð skrifstofustjóri Raforkueftirlitsins

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað Hönnu Björgu Konráðsdóttur í embætti skrifstofustjóra Raforkueftirlitsins frá og með 1. janúar. Þetta kemur fram á veg stjórnarráðsins.

Hanna Björg hefur víðtæka þekkingu og starfsreynslu á sviði raforkumála og raforkueftirlits. Hanna Björg er sviðsstjóri Raforkueftirlitsins hjá Umhverfis- og orkustofnun, en frá árinu 2022 starfaði hún sem deildarstjóri Raforkueftirlitsins hjá Orkustofnun.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Hanna Björg hóf fyrst störf hjá Orkustofnun árið 2015 og starfaði þar til 2017, sem lögfræðingur á sviði auðlindanýtingar og raforkueftirlits og sem rekstrarstjóri og lögfræðingur verkefna uppbyggingarsjóðs EFTA. Þá vann hún sem lögfræðingur innlendra og erlendra orku- og auðlindaverkefna hjá GEORG, Geothermal cluster, árin 2017-2018, áður en hún sneri aftur til Orkustofnunar þar sem hún starfaði sem lögfræðingur Raforkueftirlitsins þar til hún tók við stöðu deildarstjóra.

Hanna Björg hefur sinnt kennslu hjá Háskólanum á Bifröst frá árinu 2014, þar sem hún hefur kennt námskeið í opinberum starfsmannarétti og stjórnsýslurétti, í eigna- og auðlindarétti og orku- og umhverfisrétti á meistarastigi í lagadeild háskólans.

Hanna Björg lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2014 og hafði áður lokið grunnnámi í viðskiptalögfræði frá sama skóla árið 2012. Auk þessa lauk Hanna Björg BA prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2010.

Hanna Björg er gift Jóhannesi Þórhallssyni lögreglumanni og saman eiga þau þrjú börn.

VF jól 25
VF jól 25