Fullt af skemmtilegu fólki í 96 bls. Jólablaði VF
Jólablað Víkurfrétta 2025 er 96 blaðsíður í ár, þriðja árið í röð. Dreifingu á um 30 staði á Suðurnesjum og einn í Kópavogi er lokið. Þá er blaðið komið rafrænt á vf.is.
Í blaðinu eru fjölmörg viðtöl, m.a. mjög áhugverð við tvær ungar konur, þær Ástrósu Skúladóttur og Elenoru Rós Georgesdóttur. Þær hafa náð áhugaverðum árangri á sitt hvoru sviðinu. Við ræðum við forstjóra Skólamatar í Reykjanesbæ sem er orðið eitt stærsta fyrirtæki á Suðurnesjum með yfir 200 manns í vinnu. Við komumst að því hvernig Baldur Guðmundsson, menningarverðlaunahafi í Reykjanesbæ hefur blandað tónlist í lífi sínu með annarri vinnu. Við hittum safnasystur í Vogum, kíkjum í braggann hjá Ásgeiri í Garðinum og förum með Pétri Ingólfssyni á Wembley leikvanginn, einn frægasta fótboltavöll í heimi. Þá hittum við líka tvo gallharða Njarðvíkinga, Mario Matasovic og Agnar Mar Gunnarsson. Hjördís Egilsdóttir hefur sett mark sitt á tónlist og þá er Keflvíkingurinn Þröstur Jóhannesson með áhugaverð bók fyrir þessi jól. Þá eru jólaspjöll við margt skemmtilegt Suðurnesjafólk.
Svo er hellingur í viðbót í fjölbreyttu blaði sem hægt er að sjá hér.







