Ekið á dreng á gangbraut - sprækur og slapp vel
Lögreglu var tilkynnt um að ekið hafi verið á sjö ára dreng við Lundúnahringtorgið í Reykjanesbæ kl. 18:08 í gærkvöldi. Í tilkynningunni kom fram að ekki væru sjáanlegir áverkar á barninu.
Barnið var á leið yfir gangbraut þar sem ökumaður, sem ók á litlum hraða, sá það ekki.
Lögreglan hafði samband við foreldra barnsins í dag og er drengurinn sprækur og virðist hafa sloppið vel.
Að lokum vill lögreglan áminna alla vegfarendur, unga sem aldna, um að nota endurskinsmerki. Mikið myrkur er þessa dagana og umferð á svæðinu orðin þung. Þá er fólk hvatt til að gefa sér meiri tíma og sýna aukna aðgát.







