VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Íþróttir

Keflavík byrjaði Bestu deild kvenna með stórsigri á KR
Ana Paula Santos Silva sýndi frábæra takta og byrjar Bestu deildina með glæsilegri þrennu. Mynd: Keflavík Facebook
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 28. apríl 2022 kl. 08:32

Keflavík byrjaði Bestu deild kvenna með stórsigri á KR

Keflavík hóf Íslandsmót kvenna í knattspyrnu með látum með fjögurra marka útisigri á KR í fyrstu umferð. Hin brasilíska Ana Paula Santos Silva skoraði þrjú mörk á korters kafla.

Ana Paula Santos Silva stimplaði sig heldur betur inn í Bestu deildina með glæsilegri þrennu (35', 36' og 47') þegar Keflvíkingar unnu stórsigur á KR á heimavelli þeirra síðarnefndu í gær. Eftir frekar jafnan hálftíma leik brustu varnir KR-inga og Silva skoraði tvívegis á innan við tveimur mínútum. Keflvíkingar tóku öll völd eftir að hafa komist yfir og sýndu góðan sóknarleik.

Dröfn Guðmundsdóttir átti flottan leik í gær þar sem hún lagði upp tvö marka Keflavíkur auk þess að skora síðasta markið (78'). Mynd úr safni Víkurfrétta

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25

Tengdar fréttir