Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Sveindís Jane tilnefnd sem íþróttamaður ársins
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 23. desember 2021 kl. 15:44

Sveindís Jane tilnefnd sem íþróttamaður ársins

Knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir hefur verið tilnefnd sem íþróttamaður ársins hjá RÚV og er hún á meðal tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins.

Samtök íþróttafréttamanna opinberuðu fyrr í dag þá tíu sem höfnuðu í efstu sætunum í kjöri samtakanna á íþróttamanni ársins 2021. Samtökin hafa staðið fyrir kjörinu frá 1956 og í ár voru það 29 íþróttafréttamenn í fullu starfi frá átta fjölmiðlum sem greiddu atkvæði.

Sveindís Jane knattspyrnukona hjá Wolfsburg lék með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinnií ár. Hún lék stórt hlutverk í landsliðinu sem hóf undankeppni HM með því að vinna þrjá af fjórum fyrstu leikjum sínum. Sveindís var í byrjunarliðinu í öllum leikjunum og skoraði þrjú mörk. Hún lék í átta landsleikjum á árinu, að meðtöldum vináttuleikjum, og skoraði fjögur mörk. Hún var önnur tveggja markahæstu leikmanna Kristianstad í sænsku deildinni þegar liðið endaði í þriðja sæti og komst í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Public deli
Public deli

Kannski getur hún allt nema bakað lakkrístoppa:


Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tilnefnt sem lið ársins

Keflvíkingurinn Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman vann það magnaða afrek að verða Evrópumeistari með íslenska kvennalandsliðinu í hópfimleikum í byrjun mánaðar.

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum. Eftir níu ára bið eftir gulli á EM small allt saman hjá íslenska liðinu á Evrópumótinu í Portúgal í nóvember. Íslenska liðið fékk hæstu einkunn allra liða bæði fyrir dans og dýnu. Það tryggði Íslandi Evrópumeistaratitil eftir afar harða keppni við Svía sem hrepptu gull á síðustu þremur mótum.