Íþróttir

Sveindís Jane í liði vikunnar í Svíþjóð
Sveindís kom sterk inn í A-landslið kvenna á síðasta ári. Mynd: Fótbolti.net
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 1. júlí 2021 kl. 12:46

Sveindís Jane í liði vikunnar í Svíþjóð

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir var valin í lið vikunnar hjá sænska dagblaðinu Aftonbladed eftir frammistöðu sína í sigurleik Kristianstad á Piteå IF DFF.

Sveindís lagði upp tvö marka Kristianstad auk þess að skora eitt mark sjálf. Sveindís meiddist illa fyrr á tímabilinu og er augljóslega komin í sitt fyrra form.

Íslendingurinn Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Rosengård, er einnig í liði vikunnar.

Kristianstad er í þriðja sæti sænsku úrvaldsdeildarinnar með nítján stig, einu stigi á eftir BK Häcken FF. FC Rosengård er efst með 28 stig.