Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

Íþróttir

Strandarhlaup Blue 2024
Strandarhlaupið fer fram í fallegu umhverfi Vatnsleysustrandar. Mynd/Strandarhlaup Þróttar á Facebook
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 17. maí 2024 kl. 11:51

Strandarhlaup Blue 2024

Strandarhlaupið endurvakið á Landsmóti UMFÍ 50+ í Vogum

Strandarhlaup Blue 2024 fer fram í Vogum föstudaginn 7. júní og verður hluti af Landsmóti UMFÍ 50+.

Strandarhlaup Blue verður ein af opnum greinum mótsins og því geta allir sem eru yngri en 50 ára skráð sig til leiks. Keppt verður í tveimur aldursflokkum, 49 ára og yngri og 50 ára og eldri, og þá verður hægt að velja á milli tveggja vegalengda, fimm eða tíu kílómetra.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum, er gríðarlega ánægður með að Strandarhlaupið verði endurvakið en þetta vinsæla hlaup var síðast haldið árið 2018. 

„Það er algjörlega frábært fyrir hlaupara og sveitarfélagið að verið sé að endurvekja Strandarhlaupið,“ sagði Marteinn í samtali við Víkurfréttir.  „Þegar ég setti mig í samband við Magga hjá Blue Car Rental, með það fyrir augum að selja auglýsingu í mótsblaðið, átti ekki von á svari um hæl í formi fundarboðs og skilaboðin voru skýr: „Blue Car Rental langar að vera þátttakandi og setja mark sitt á Landsmót UMFÍ 50+.“ Starfsfólk Blue Car Rental tók vel á móti okkur og það er mjög skemmtilegt að vinna þetta með þeim.“

Glæsileg verðlaun og útdráttarverðlaun í lok Strandarhlaups Blue

Leiðarlýsing 5 km:
Hlaupið er ræst við gatnamót Hafnargötu og Stapavegar. Hlaupið er út Stapaveg þar sem komið er inn á malarveg. Eftir 3 km er stuttur utanvegakafli uns komið er inn á göngustígakerfi þar sem hlaupið er með sjónum, umhverfis Vogatjörn, framhjá íþróttamiðstöð og að endamarki á gatnamótum Hafnargötu og Stapavegar.

Leiðarlýsing 10 km:
Hlaupið er ræst við gatnamót Hafnargötu og Stapavegar og liggur um Vatnsleysustrandarveg. Í upphafi er hlaupið á göngustíg en þegar honum sleppir er hlaupið á Vantsleysustrandarvegi að snúninspunkti. Snúið er við eftir 5 km og sama leið í fallegu sveitaumhverfi hlaupin til baka að endamarki á gatnamótum Hafnargötu og Stapavegar.

Strandarhlaupið fór fyrst fram árið 2014 og er tilvalið fyrir hlaupa- og gönguhópa.