Optical studio
Optical studio

Íþróttir

Sindri Kristinn og Rúnar Þór valdir í A-landsliðshóp Íslands
Sindri Kristinn ver hér glæsilega í síðasta leik gegn FH. Mynd úr safni VF
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 21. október 2022 kl. 20:00

Sindri Kristinn og Rúnar Þór valdir í A-landsliðshóp Íslands

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið Keflvíkingana Sindra Kristinn Ólafsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson í leikmannahóp Íslands fyrir fyrra nóvemberverkefni liðsins, sem mætir Sádi-Arabíu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6. nóvember. Adam Ægir Pálsson, sem einnig leikur með Keflavík, er meðal þeirra fimm leikmanna sem eru valdir til vara.

Samhliða leiknum gegn Sádi-Arabíu er unnið að staðfestingu annars leiks, sem yrði hluti af sama verkefni, og vonast KSÍ til að geta staðfest þann leik strax eftir helgi.

Rúnar Þór á fleygiferð þegar Keflavík lagði ÍA 3:2 fyrir skemmstu.

Hópurinn:
Frederik August Albrecht Schram (M) - Valur - 5 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson (M) - IF Elfsborg - 2 leikir
Sindri Kristinn Ólafsson (M) - Keflavík
Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik
Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal
Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 31 leikur, 1 mark
Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur
Logi Tómasson - Víkingur R. 
Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur
Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir
Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik
Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik
Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir
Daníel Hafsteinsson - KA
Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC
Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur
Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL
Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur
Danijel Dejan Djuric - Víkingur R.
Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk

Bílakjarninn /Nýsprautun
Bílakjarninn /Nýsprautun

Leikmenn til vara
Ólafur Kristófer Helgason (M) - Fylkir
Ívar Örn Árnason - KA
Þorri Már Þórisson - KA
Ari Sigurpálsson - Víkingur R.
Adam Ægir Pálsson - Víkingur R.

Adam Ægir lætur skotið vaða að marki ÍA.

Seinna nóvemberverkefni íslenska liðsins verður þátttaka í Baltic Cup þar sem Eystrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen leika, auk gestaþjóðarinnar Íslands. Þar mætir Ísland Litháen í undanúrslitum og mætir svo annað hvort Eistlandi eða Lettlandi í úrslitaleik um sigur í mótinu eða í leik um 3. sætið. Leikdagarnir eru 16. og 19. nóvember og verður hópurinn fyrir það verkefni tilkynntur síðar.