Sbarro
Sbarro

Íþróttir

Penninn á lofti hjá körfuboltamönnum Keflavíkur
Föstudagur 22. maí 2020 kl. 12:14

Penninn á lofti hjá körfuboltamönnum Keflavíkur

Valur Orri Valsson, Reggie Dupree og Ágúst Orrason hafa skrifað undir samning við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og spila með Keflavík á næsta tímabili. Valur Orri kom frá Bandaríkjunum undir lok tímabils en Dupree og Ágúst hafa verið sterkir liðsmenn í hópnum undanfarin ár.

Þá skrifuðu einnig sjö ungir leikmenn undir samning við félagið. Fyrr í vor var skrifað undir við helstu lykilmenn liðsins þannig að leikmannahópur Keflvíkinga er að verða klár.