Optical Studio
Optical Studio

Íþróttir

Ólafur frábær í sigri Grindavíkur
Ólafur Ólafsson átti stórleik með Grindavík í gær. Myndir úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 17. desember 2022 kl. 12:01

Ólafur frábær í sigri Grindavíkur

Grindvíkingar unnu góðan sigur á Haukum í gær í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir framlengingdan leik (78:81). Ólafur Ólafsson fór hamförum í liði Grindavíkur og skoraði 32 stig auk þess að taka níu fráköst. Njarðvíkingum gekk ekki jafn vel í viðureign sinni við Val en Valsmenn reyndust sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum leikinn með þrettán stigum (88:75). Mikið meiðslavandræði hafa sett mark sitt á leik Njarðvíkinga og voru aðeins níu leikmenn á skýrslu í gær.

Haukar - Grindavík 78:81

(16:24, 18:14, 14:15, 22:17, 8:11)

Grindavík: Ólafur Ólafsson 32/9 fráköst, Gkay Gaios Skordilis 20/12 fráköst, Damier Erik Pitts 20/5 fráköst/11 stoðsendingar, Bragi Guðmundsson 5/5 fráköst, Valdas Vasylius 4/12 fráköst, Jón Eyjólfur Stefánsson 0, Arnór Tristan Helgason 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0/5 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 0, Hilmir Kristjánsson 0.


Nicoals Richotti var stigahæstur í liði Njarðvíkur með sextán stig.

Valur - Njarðvík 88:75

(15:25, 18:12, 26:18, 29:20)

Njarðvík: Nicolas Richotti 16/4 fráköst, Jose Ignacio Martin Monzon 15/10 fráköst, Mario Matasovic 15/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 10, Dedrick Deon Basile 10/5 fráköst/8 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 6, Lisandro Rasio 3, Bergvin Einir Stefánsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0.

Bílakjarninn /Nýsprautun
Bílakjarninn /Nýsprautun