Langbest
Langbest

Íþróttir

Njarðvík datt úr bikarnum eftir slæman lokakafla
Diane Diéné var stigahæst Njarðvíkinga með átján stig og níu fráköst. Mynd úr safni VF
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 18. mars 2022 kl. 08:30

Njarðvík datt úr bikarnum eftir slæman lokakafla

Síðasta vonin um bikarmeistaratitil til Suðurnesja í körfubolta þetta árið slokknaði í gær þegar Haukar slógu Njarðvík út í VÍS-bikar kvenna. Lokatölur gefa ekki rétta mynd af leiknum sem framan af var jafn en ljósin slokknuðu algjörlega á Njarðvíkingum í síðasta leikhluta.

Njarðvík - Haukar 55:83

(17:21, 17:24, 13:13, 10:25)

Lengi vel var allt jafnt í leiknum en Haukar gáfu aukalega undir lok fyrsta og annars leikhluta. Í fyrsta leikhluta náði Njarðvík þriggja stiga forystu (10:7 og 14:11) en Haukar nýttu síðustu mínútuna vel og náðu fjögurra stiga forystu. Annar leikhluti spilaðist svipað, Njarðvíkingar réttu sinn hlut og þegar tvær mínútur voru til hálfleiks var staðan jöfn (34:34). Það voru hins vegar Haukar sem settu niður ellefu stig í röð og leiddu því í hálfleik 34:45.

Njarðvíkingar héldu áfram að berjast í þriðja leikhluta þótt stigaskorun liðanna léti standa á sér, hvort lið gerði þrettán stig í leikhlutanum og því sami munur á liðunum fyrir síðasta leikhlutann, ellefu stig (47:58).

Stjórnendafélag Suðurnesja
Stjórnendafélag Suðurnesja

Þegar kom í fjórða leikhluta var eins og Njarðvík gæfist upp og í stöðunni 51:65 kom sex mínútna kafli sem Njarðvík skoraði ekki stig gegn átján stigum Hauka. Staðan því 53:83 þegar innan við tvær mínútur eftir. Það voru því Haukar sem mæta Blikum í úrslltum VÍS-bikarsins í ár.

Frammistaða Njarðvíkinga: Diane Diéné Oumou 18/9 fráköst, Aliyah A'taeya Collier 15/13 fráköst, Lavína Joao Gomes De Silva 8/5 fráköst, Vilborg Jonsdottir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Krista Gló Magnúsdóttir 2, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 2, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 2, Helena  Rafnsdóttir  0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Crnac Dzana 0.

Tengdar fréttir