ÆSA
ÆSA

Íþróttir

Afleitur seinni hálfleikur kostaði Keflavík leikinn
Jaka Brodnik var stigahæstur Keflvíkinga í kvöld með tuttugu stig og fjögur fráköst.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 27. janúar 2022 kl. 23:17

Afleitur seinni hálfleikur kostaði Keflavík leikinn

Keflvíkingar misstu flugið eftir spennandi fyrri hálfleik þegar þeir tóku á móti ÍR í Subway-deild karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. Keflavík hafði náð sjö stiga forskoti í fyrri hálfleik en þegar leikurinn var á enda höfðu ÍR-ingar tryggt sér sautján stiga sigur, 77:94.

Keflavík - ÍR 77:94

(27:21, 22:21, 13:24, 15:28)

Keflavík byrjaði betur og eftir fyrsta leikhluta leiddu þeir með sex stigum (27:21). ÍR sótti í sig veðrið í öðrum leikhluta en Keflavík hélt sínu forskoti og jók það reyndar um eitt stig, staðan 49:42 fyrir heimamenn.

Það var allt annað Keflavíkurlið sem mætti í seinni hálfleikinn, þeir gerðu fyrstu stigin og juku forystuna í níu stig (51:42) en síðan fór að halla undan fæti og gestirnir gengu á lagið og komust yfir um miðjan þriðja leikhluta þegar þeir settu niður þrist og breyttu stöðunni í 54:55. ÍR-ingar litu ekki til baka eftir að hafa komist yfir og Keflavík átti engin svör við þeirra leik.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Keflavík var án Vals Orra Valssonar í kvöld en hann nefbrotnaði í leik gegn Stjörnunni í síðustu umferð.

Keflvíkingar virkuðu illa gáttaðir og ráðalausir í seinni hálfleik gegn sprækum Breiðhyltingum sem stöðvuðu sóknarleik heimamanna en Keflavík skoraði aðeins 28 stig í seinni hálfleik,  sem er aðeins einu stigi meira en í fyrsta leikhluta. Það stóð ekki steinn yfir steini í leik Keflavíkur sem er enn á toppi deildarinnar með tuttugu stig eftir fjórtán leiki (10/4). Njarðvíkingar eru í öðru sæti með átján stig eftir þrettán leiki (9/4), þá koma Valur (7/4), Grindavík (7/5), Stjarnan (7/6) og Tindastóll (7/5) öll með fjórtán stig.

Frammistaða Keflvíkinga: Jaka Brodnik 20/4 fráköst, Dominykas Milka 16/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/7 fráköst/8 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 9, Darius Tarvydas 7, Calvin Burks Jr. 7, Ágúst Orrason 2, Magnús Pétursson 2, Arnór Sveinsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Frosti Sigurðsson 0, Nikola Orelj 0.

Tengdar fréttir